Óskýrt og óréttlátt

Breska lögfmannsstofan Mishcon de Reya hefur skilað áliti á Icesave málinu og við fyrstu skoðun á því sýnist stofan fara afar varlega í umsögn sinni, enda ekki haft langan tíma til að yfirfara málið.

Eftirfarandi kemur fram í álitinu, samkvæmt fréttinni:  "Mishcon de Reya segist ekki geta lagt mat á það hvað sé pólitískt viðunandi fyrir Alþingi. Hins vegar séu færð rök fyrir því í lögfræðiálitinu, að núverandi samkomulag, sem Alþingi er að fjalla um, sé hvorki skýrt né réttlátt. Þá sé það einnig skilningur lögfræðistofunnar, þótt hún hafi ekki gert sérstaka útreikninga, að samkomulagið kunni einnig að verða Íslendingum ofviða en leggja þurfi mat á greiðslugetu og áhrif afborgana á aðrar skuldbindingar Íslendinga og þarfir þjóðarinnar."

Síðan segir í álitinu, að ekki sé ólíklegt, að Bretar og Hollendingar hafi lagt mat á greiðslugetu Íslendinga, en það getur engan veginn staðist, a.m.k. hefur það mat þá verið byggt á gömlum og úteltum upplýsingum, því í vor talaði AGS um að skuldir þjóðarbúsins næmu um 140% af landsframleiðslu, en síðan hefur sú tala farið síhækkandi og er nú talin vera um 350%.

Bretar og Hollendingar geta alls ekki hafa lagt rétt mat á greiðslugetu Íslendinga, fyrst sérfræðingar Seðlabanka Íslands og AGS gátu það ekki og ekki einu sinni víst að öll kurl séu komin til grafar ennþá.

Michcon de Reya segir að lausn málsins verði að vera pólitísk, því annars væri hætta á að Bretar, Hollendingar, AGS og ESB segi Íslandi stríð á hendur, efnahagslega, og það gæti jafnvel haft verri afleiðingar en að samþykkja þrælaklafann strax.

Ekki skal það efað, að þessum aðilum væri trúandi til slíks, enda er þeim sama um álit umheimsins á slíkum hefndaraðgerðum gagnvart smáþjóð, sem ekki vildi standa og sitja eins og þeir vildu.

Samþykkt ríkisábyrgðar á skuldum Landsbankans setur drápsklyfjar á íslenska skattgreiðendur, þannig að spyrja má hvort nokkrar efnahagsþvinganir geti orðið verri.


mbl.is Icesave-samningur hvorki skýr né réttláttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Er ekki mat þeirra bara rétt? Hver segir að Bretum og Hollendingum sé umhugað um að Íslendingar geti borgað? Er ekki alveg eins gott frá þeirra sjónarhóli að setja þjóðina á hausinn? " ... hætta á að Bretar, Hollendingar, AGS og ESB segi Íslandi stríð á hendur, efnahagslega, ..." Er þar um breytingu að ræða? Bretar sögðu okku strið á hendur í fyrra og hinir fylgdu á eftir. Þeir hafa ekki gefið upp ástæður þess að stærstu bankar Íslands voru setttir á hausinn. Þeir hafa heldur ekki rökstutt fjárkröfur á hendur íslanzk almennings til greiðslu skulda einkabankanna, sem þeir settu sjálfir á hausinn.

Skúli Víkingsson, 21.12.2009 kl. 17:39

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skúli, líklega er það alveg rétt hjá þér, að þessum höfðingum sé nákvæmlega sama þótt Ísland verði gjaldþrota.

Jafnvel er líklegt að það sé einmitt það, sem þeir stefna viljandi að.

Axel Jóhann Axelsson, 21.12.2009 kl. 20:24

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bretar lýstu efnahagslegu stríði á hendur okkur fyrir meira en ári síðan þegar þeir frystu ekki bara eignir Landsbankans og yfirtóku Kaupþing SF með vopnavaldi, heldur kyrrsettu þeir líka eignir íslenska ríkisins í Englandsbanka þ.m.t. gullforða Seðlabankans, og þetta gerðu þeir í skjóli hryðjuverkalaga.

Talandi um efnahagsþvinganir: IceSave samningarnir eru efnahagslegar þvinganir! Í stríði er allt leyfilegt, líka að neita að borga, og það er meira að segja ódýrara.

Leyfum ekki fulltrúum gömlu nýlenduveldanna og ESB að taka landið okkar upp í skuld - Áfram Ísland!

Guðmundur Ásgeirsson, 22.12.2009 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband