Enginn tryggingasjóður nema fyrir Breta og Hollendinga?

Breska lögmannsstofan Mishcon de Reya segir í áliti sínu vegna Icesave þrælasamningsins, að samningurinn banni íslenska ríkinu, að stofna nýjan innistæðutryggingasjóð innistæðueigenda í innlendum bönkum, svo lengi sem íslenskir skattgreiðendur verði ánauðugir Bretum og Hollendingum.

Það er með miklum ólíkindum, að stjórnvöld á Íslandi virðast ekki botna upp eða niður í þeim samningi, sem þau sjálf gerðu, um að selja þjóðina í þrældóm til áratuga, enda samningurinn skrifaður af húsbændunum sjálfum og á flóknu ensku lagamáli, sem ekki er auðskilið hverjum sem er, frekar en nýja íslenska skattalöggjöfin.

Ekki er hægt að líta öðruvísi á, en að niðurstaða Mishcon de Reya sé sú, að varla hefði verið hægt að skrifa undir samning, sem hefði orðið öllu óhagstæðari fyrir Íslendinga.

Það er erfitt að viðurkenna mistök og þess vegan þrjóskast stjórnarliðar enn við að falla frá stuðningi sínum við svikasamninginn, í örvæntingu sinni við að þóknast herraþjóðunum.

Svipusmellirnir hræða ennþá.

 


mbl.is Nýr sjóður samningsbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er ljóst að skýrsla Mischon de Reya er merkilegt plagg. Því miður hefur ekki ennþá tekist að hnupla henni undan stól fjármálráðherra og almenningur veit því ekki hvað í henni leynist.

Þó er ljóst að ef hlustað hefði verið strax á málflutning Mischon de Reya, væri staða okkar betri í dag. Þessari bágu stöðu fagna þeir Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J. Sigfússon, en þeir eru ekki búnir að bíta úr nálinni með landráð sín. Þeim skal verða hegnt á endanum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.12.2009 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband