Engin efnahagsstjórn

Hvergi á Evrópska efnahagssvæðinu mælist önnur eins verðbólga og á Íslandi, sem er nánast óskiljanlegt þar sem eftirspurn er nánast engin, atvinnuleysi mikið og gengi krónunnar haldist tiltölulega stöðugt undanfarna mánuði.

Mörg ríki, sem eiga í svipuðum efnahagserfiðleikum og Ísland, búa nú við verðhjöðnun, en ekki verðbólgu, eða eins og segir í fréttinni:  "Í nóvember mældist vísitalan 12,4% á Íslandi en var 13,8% í október. Næst mest er verðbólgan, samkvæmt samræmdi mælingu, í Ungverjalandi eða 5,2%. Verðhjöðnun er hins vegar í sex ríkum sem tekin eru með í mælingunni. Verðhjöðnunin er mest á Írlandi eða 2,8%."

Það sem aðallega hefur knúið verðbólguskrúfuna hérlendis er skattabrjálæði ríkisstjórnarnefnunnar, en hvergi þar sem kreppa ríkir, dettur nokkrum í hug að skattleggja þjóðina út úr vandræðunum, nema íslenskum vinstri mönnum.

Eftir áramótin mun skattahækkanabrjálæðið skella á af fullum þunga og þá mun verðbólgan taka nýjan kipp upp á við og um leið hækka öll lán fyrirtækja og almennings og þykir þó flestum nóg komið í þeim efnum.

Það er orðið lífsnauðsynlegt að hérlendis verði farið að stjórna efnahagsmálunum. 

Það fer að verða fullreynt, að núverandi ríkisstjórnarnefna mun ekki vera fær um það.


mbl.is Langmest verðbólga á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband