Hrun Landsbankans hófst í Bretlandi

Nú er að koma í ljós, að hrun Landsbankans hófst í raun í Bretlandi, þann 3. október 2008, eða nokkrum dögum áður en Fjármálaeftirlitið íslenska yfirtók bankann hér á landi.

Breska fjármálaráðuneytið setti bankanum svo ströng rekstrarskilyrði þann 3. október, fyrir starfseminni í Bretlandi, að útibúið varð raunverulega óstarfhæft, því sett var svo há bindiskylda lausafjár á útibúið, að ógerningur var að standa við hana og þar að auki voru allar eignir bankans í Bretlandi í raun kyrrsettar.

Þetta sýnir að Bretar voru löngu búnir að gera sér grein fyrir hættunni af Icesave reikningum bankans í Bretlandi og hefðu því átt að vera búnir að grípa í taumana löngu fyrr, enda höfðu þeir til þess heimild í breskum lögum, sem þeir svo beittu, en alltof seint.

Með hliðsjón af þessu, hefðu Bretar átt að sjá sóma sinn í að axla sína ábyrgð á Icesave, en ekki þvinga henni upp á íslenska skattgreiðendur, sem þurfa að þræla fyrir þessari skuld einkabankans næstu áratugina.

Þessar nýjustu upplýsingar ættu að duga, ásamt staðreyndum sem þegar lágu fyrir, til þess að Alþingi hafni þrælasamningnum um Icesace, með 63 samhljóða atkvæðum.

 


mbl.is Kyrrsettar fyrir hryðjuverkalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Athyglisvert er að skoða skrif Lofts Altice Þorsteinssonar um Tilskipun 94/19/EB um innlánatryggingakerfi á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) sem var í gildi til 30. júní 2009.  Samkvæmt þessari tilskipum bera bretar og hollendingar ábyrgð á Icesave ruglinu en ekki íslendingar.   Það er líka alveg ljóst að Fjármálaeftirlit Evrópusambandslandanna sem og fleiri þjóða brást og ekki hægt að sakast við okkar litla og veikburða eftirlit eingöngu.  Í þáttum um aðdraganda alþjóða fjármálahrunsins í september sl. sem sýndir voru á RUV fyrir nokkrum vikum sést líka glögglega að Brown var einn af þeim sem talaði hvað mest fyrir því að hafa engar hömlur á fjármálalífinu.  Sökin er því mun meiri hans en íslensku þjóðarinnar sem átti sér einskis ills von en fær fyrrum nýlendustórveldin yfir sig með frekju og yfirgangi.

Jón Óskarsson, 16.12.2009 kl. 15:25

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það hlýtur að teljast líklegt að hækkun FSA á bindiskyldu útibús Landsbankans hafi verið viðbrögð við því að íslenski Seðlabankinn var búinn að afnema algjörlega alla bindiskyldu á reikningum erlendis, þ.m.t. IceSave. Með því var í raun búið að gefa Landsbankanum frítt spil með sparifé evrópskra innstæðueigenda. En á þessa hlið málsins er að sjálfsögðu hvergi minnst í umfjöllun Morgunblaðsins, afhverju ætli það sé, hmmmmmm?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2009 kl. 16:40

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

FSA setti ekki á almenna bindiskyldu í Bretlandi, hvað þá að eignir banka hafi í raun verið kyrrsettar, eins og raunin var með eignir Landsbankans.  Þar fyrir utan var 20% bindiskylda, með nokkurra daga fyrirvara, ásamt kyrrsetningunni ekkert annað en aðför að bankanum, sem hvorki hann eða aðrir bankar hefðu staðist.

Þessi aðgerð kemur bindiskylduleysi Seðlabankans afar takmarkað við, ef þá nokkuð.

Axel Jóhann Axelsson, 16.12.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband