Stjórnin hefur engar áætlanir

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherralíki, segist ekkert vera að hugsa um til hvaða ráða eigi að grípa, ef svo færi, að dómstólar kæmust að þeirri niðurstöðu, að neyðarlögin stæðust ekki stjórnarskrána.

Mat flestra lögfræðinga er, að lögin standist fullkomlega, en reynslan sýnir, að ekkert er öruggt um lagatúlkanir, fyrr en Hæstiréttur hefur kveðið upp endanlegan úrskurð.

Þrátt fyrir, að Gylfi geri ráð fyrir að lögin haldi, væri öruggara af honum, að hafa einhverja áætlun tilbúna um framhaldið, ef svo ólíklega færi, að lagasetningin yrði dæmd ógild.  Því myndi fylgja mikil flækja og kostnaður, segir hann, en samt ætlar hann ekki að búa sig neitt undir að svo gæti farið.

Gylfi mætti hafa í huga, að gott er að vona það besta, en vera ávallt viðbúinn því versta.

Það ættu menn að minnsta kosti hafa lært af hruninu, að betra er að vera búinn undir það, að allt fari á versta veg.

Ef til þess kæmi, að þessi flækja og kostnaður kæmi upp, er óvíst að Vinstri grænir gætu fundið nógu margar skattahækkunarleiðir til að greiða þann viðbótarkostnað.

Enda yrði þá enginn eftir til að borga þá viðbótarskatta, sem kæmu ofan á alla aðra viðbótarskatta, sem þegar er búið, eða fyrirhugað, að skattpína almenning með.


mbl.is Miðað við að neyðarlögin haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband