Hefur fjölgað um 30% á fáum árum

Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um tæp 30% á aðeins níu árum, samkvæmt svari fjármálajarðfræðingsins við fyrirspurn á Alþingi og eru nú um 36.000 talsins, samtals hjá ríki og sveitarfélögum.

Þetta mun vera um 25% allra vinnandi manna í landinu og hlýtur að teljast með ólíkindum.

Það hlýtur að vera auðvelt að snúa við þessu blaði, þó ekki væri nema aftur til ársins 2004 og fækka opinberum starfsmönnum aftur um a.m.k. 15%.

Man einhver til þess, að neyðarástand hafi verið vegna manneklu hjá hinu opinbera á árinu 2004?

Einhversstaðar hefur verið bætt hraustlega í á þessum árum og útilokað annað en að hægt sé að draga verulega saman aftur og skera burt alla starfsemi hjá hinu opinbera, sem ekki telst nánast lífsnauðsynleg.

Allur annar rekstur í þjóðfélaginu hefur þurft að ganga í gegnum slíkan niðuskurð, nema helst útflutningsfyrirtækin, sem er auðvitað vel, þar sem þau munu þurfa að útvega þann gjaldeyri, sem þarf til að greiða niður Icesave skuldir Landsbankans, ásamt öllum öðrum erlendum skuldum þjóðarbúsins.

Bráðnauðsynlegt er að skera ríkisreksturinn niður við trog, en efla útflutningsgreinarnar með öllum ráðum.


mbl.is Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 3% árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Auðvelt að snúa þessu við??????

Alls ekki! Það er eitt það erfiðasta sem mönnum getur dottið í hug, að segja upp opinberum starfsmönnum. Í fyrsta lagi eru þessir hópar mjög duglegir lobbýistar og hafa ótakmarkaðan aðgang og samúð fjölmiðla. Í öðru lagi er auðvelt að væna stjórnmálamenn um hreina mannvonsku ætli þeir að fækka í umönnunarstörfum og í þriðja lagi ef einhver stjórnmálamaður hefði kjark og rænu í sér til að ætla að skera niður þá eru þessir hópar mjög vel varðir lagalega séð.

Það voru því ein stærstu mistök þess stjórnmálaflokks sem ég er í að leyfa þessa útþenslu - sérstaklega með tilliti til þenslutímanna. Ekki af því að það hafi verið slæmt þá..... heldur af því að góðærum lýkur alltaf einhvern tíma og þá er ekki aftur snúið.

Sem betur fer byrja góðæri venjulega einhvern tíma aftur. En þá anda pólitíkusarnir léttar og telja að þeir þurfi ekki lengur að skera niður.

Örvar Már Marteinsson, 20.11.2009 kl. 16:47

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Örvar, þetta er algerlega rétt hjá þér, en ekki getur öll þessi fjölgun verið í umönnunarstörfum.  Það hlýtur einhver fita að hafa safnast á ýmsar aðrar stofnanir, sem hægt er að megra aftur.

Þessi fjölgun er náttúrlega ekkert nema algjör geggjun.

Axel Jóhann Axelsson, 20.11.2009 kl. 16:52

3 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Það er auðvitað rétt. Aðrar stofnanir hafa safnað á sig fitu, ekki síst á Reykjavíkursvæðinu. En stemmingin er venjulega sú að þær séu samfélagslega ægilega mikilvægar. Það má svo sem vel vera að einhverju leiti, en þá hefði verið vitrænna að láta einkageirann um að sinna því. Hann er sveigjanlegri og getur skapað auð en ríkisgeirinn notar auð.

Ríkisstofnanirna hafa það þó amk sammerkt að varla er hægt að fækka þar starfsfólki nema um alvarleg brot sé að ræða.

Ýmsar stofnanir mætti leggja niður - en auðvitað væri rangur tími núna til að auka á atvinnuleysið - þess vegna átti að leggja þær niður fyrir 2 - 3 árum eða alls ekki að stofna þær.

Örvar Már Marteinsson, 20.11.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband