Forsetinn mun ekki hafna Icesave

Sjálfstæðismenn í Fjárlaganefnd Alþingis telja einsýnt að forsetinn muni synja hinu nýja Icesavefrumvarpi staðfestingar, ef það verður samþykkt óbreytt á Alþingi.  Þetta byggja þeir á þeim sýndarleik forsetans að samþykkja lögin um ríkisábyrgðina í sumar, með sérstakri bókun um mikilvægi fyrirvaranna, sem samþykktir voru við ríkisábyrgðina á skuldum Landsbankans.

Þetta rökstyðja þingmennirnir á þennan hátt:  „Með því frumvarpi sem hér er til umfjöllunar hafa þeir fyrirvarar Alþingis sem forsetinn taldi svo mikilvæga þegar hann staðfesti hin fyrri Icesave-lög, og voru forsenda staðfestingar hans, verið að engu gerðir."

Það er auðvitað algerlega rétt hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, að miðað við fyrri yfirlýsingar sínar ætti forsetinn að synja þessu nýja frumvarpi staðfestingar, vilji hann vera samkvæmur sjálfum sér.

Staðreyndin er hins vegar sú, að Ólafur Ragnar Grímsson hefur aldrei verið samkvæmur sjálfum sér, heldur stjórnast hann af hentistefnu í hverju máli og mun því finna sér nýjar afsakanir til þess að staðfesta þessi nýju og hertu þrælalög.

Ólafur Ragnar er guðfaðir þessarar ríkisstjórnar og mun því staðfesta hvaða vitleysislög sem frá henni koma, þar á meðal nýju skattabrjálæðislögin hennar, ásamt því að samþykkja þrælkunina í þágu Breta og Hollendinga.  Hann mun styðja ríkisstjórnina í baráttu hennar við að dýpka og lengja kreppuna, með þeim ráðum, sem hann hefur tiltæk.

Vonir, sem bundnar eru við Ólaf Ragnar Grímsson, eru aldrei annað en falsvonir.


mbl.is Sjálfstæðismenn: Forsetinn myndi hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Hvað er hentistefna ?

Þegar forsetinn var ekki með okkur, vildum við taka af honum valdið, nú hentar það okkur að hann sé í okkar liði, þá hvað,,,,,,

Hvað er hentistefna ?

Sigurður Helgason, 19.11.2009 kl. 16:36

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hentistefna er tækifærismennska.

Ólafur Ragnar Grímsson er því tækifærissinni.

Hans æðsta hugsjón og átrúnaður er einfaldlega Ólafur Ragnar Grímsson.

Axel Jóhann Axelsson, 19.11.2009 kl. 17:05

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Óli frændi hefur alltaf verið svona hentustefnumaður, alveg frá fæðingu, otar sínum tota og er tryggur sínum stuðningsmönnum, enda er hann góður stjórnmálamaður,

Er ekki svo

Sigurður Helgason, 19.11.2009 kl. 17:22

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hann hefur aldrei verið góður stjórnmálamaður. 

Hann hefur alltaf verið einstaklega óvandaður stjórnmálamaður.

Axel Jóhann Axelsson, 19.11.2009 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband