18.11.2009 | 13:14
Skattleggjum séreignarsparnaðinn strax
Tillaga Sjálfstæðismanna um að skattleggja séreingarsparnaðinn strax við inngreiðslu í sjóðina er afar góð og skynsamleg tillaga.
Með því móti væri hægt að komast hjá því skattahækkunarbrjálæði á fjölskyldurnar í landinu, sem ríkisstjórnin er að undirbúa og jafnvel þó það þýði eitthvað lægri skatttekjur í framtíðinni, þá er það meira en réttlætanlegt til þess að rétta af halla ríkissjóðs núna, þegar enginn er aflögufær til að greiða allta þá skatta sem boðaðir eru.
Þar fyrir utan má spyrja sig, hvort ástæða sé til að séreignarsjóðirnir séu að ávaxta á misáhættumikinn hátt, þann hluta lífeyrissjóðsgreiðslanna, sem eru í raun eignarhluti ríkissjóðs. Ríkissjóður hlýtur að vera jafnhæfur til þess að ráðstafa þeim hluta sjálfur, eða ávaxta hann, ef tekst að snúa halla ríkissjóðs upp í tekjuafgang, eins og var á undanförnum árum.
Tillögu Sjálfstæðismanna verður að ræða af fullri alvöru, án alls pólitísks dilkadráttar.
Vilja afla tekna með skattlagningu séreignasparnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er fullsterkt til orða tekið hjá þér að "enginn sé aflögufær" Hvað með alla millana ???
Það er geinilegt a' sjálfstæðismenn vilja standa vörð um þá ríku enn og aftur !!
Katrín G E, 18.11.2009 kl. 13:45
Já, og svo þegar þið sjálfstæðismenn komist í stjórn aftur, þá getið þið endurskattlagt séreignasparnaðinn. Stór möguleiki á að ná honum öllum til ríkisins. Þetta er draumahugmynd. Gera sparnað litla fólksins upptækan til að standa skil á óráðsíu dekurdrengjanna ykkar.
Pacifier (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 13:52
Þessi leið hlýtur að hugnast betur en þær leiðir sem ráðlaus ríkistjórn leggur til. Maður þarf hvort sem er að borga staðgreiðslu af séreignasparnaði áður en maður nýtir hann.
Ragnar Gunnlaugsson, 18.11.2009 kl. 14:03
Katrín, sjálfsagt eru millarnir aflögufærir og verða sjálfsagt skattlagðir aukalega fyrir það eitt, að hafa orðið millar.
Skattahækkanabrjálæði ríkisstjórnarinnar mun hins vegar bitna minnst á þeim hlutfallslega, því neysluskattarnir leggjast þyngst á þá sem lægst hafa launin. Hækkun bensín-, tóbaks- áfengis-, sykur- kolefnis- og almenns virðisaukaskatts kemur miklu verr niður á láglaunafólki, en því hálaunaða, því það eyðir stæstum hluta tekna sinna í almennar og daglegar neysluvörur.
Lækkun vaxta- og barnabóta kemur líka verr við láglaunaða en hálaunaða, þannig að allar fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu bitna á lág- og millitekjuhópunum og það eru einmitt þeir hópar, sem ekki eru aflögufærir um þessar mundir.
Skattlagning séreignarsparnaðarins við inngreiðslu í stað útgreiðslu kemur út á eitt fyrir lífeyrisþegann. Hann fær nákvæmlega sömu krónutölu út úr sjóðnum, þegar hann fer að nýta hann, hvort sem iðgjaldið er skattlagt í upphafi eða við útgreiðsluna.
Það þarf að ræða þetta mál á vitrænan hátt, en ekki sama gamla pólitíska skítkastinu og vinstri menn grípa alltaf til í rökþroti sínu.
Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2009 kl. 14:28
Ég bloggaði í september um skattlagningu á inngreiðsluhlutann í lífeyrissjóði. Þ.e. ekki verið að tala um skattlagningu á þá fjármuni sem í lífeyrissjóðunum eru núna, heldur eingöngu um skatt á innborgun frá mánuði til mánaðar og sýndi með dæmum hvað það jafngildir í hækkun skattprósentu auk þess sem ég sýni fram á að sveitarfélögin fá auknar tekjur þannig.
Þessa færslu má sjá hérna: http://jonoskarss.blog.is/blog/jonoskarss/entry/955000/
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.