Samþykkja þrælavist, sem þjóðin mun ekki lifa af

Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson virðast ætla að styðja það, að þjóðin verði hneppt í þrælaánauð fyrir Breta og Hollendinga til næstu áratuga, vegna Icesave skulda Landsbankans, þvert á sína fyrri afstöðu til málsins.

Það merkilega er, að þau gera sér ennþá grein fyrir því, að íslenskir skattgreiðendur bera enga ábyrgð á þessu fjármálarugli bankamannanna og þar að auki viðurkenna þau, að skattgreiðendur muni tæpast standa undir þessum þrælaskuldbindingum, nema með því að lepja dauðann úr skel um áratuga skeið.

Þetta sést vel á áliti þeirra, sem fylgir meirihlutasamþykki Fjárlaganefndar Alþingis, þar sem fjallað er um skuldaklafa ríkissjóðs, en þar segir m.a:  „Ósjálfbærni skulda mun óhjákvæmilega leiða til greiðslufalls, en þá þurfa íslensk stjórnvöld að biðja kröfuhafa um hagstæðari endurfjármögnun á skuldum hins opinbera, þ.e. með lægri vöxtum og lengingu lánstímans. Í þessu felst mikil áhætta því að erfitt er geta sér til um viðbrögð kröfuhafa við slíkri beiðni," segir í álitinu.  Þar segir einnig, að draga þurfi verulega úr einkaneyslu og samneyslu á næstu árum til að þjóðin geti staðið undir greiðslubyrðinni.

Þessi afstaða minnir á atkvæðagreiðsluna um aðildarumsókn Íslands að ESB, en þá greiddu nokkrir þingmenn VG með umsókninni, en lýstu jafnframt yfir að þeir væru samt alfarið á móti aðild að ESB.

Nú virðast þeir ætla að samþykkja að hneppa þjóðina í þá þrælavist, sem þeir vita fyrirfram að hún muni ekki lifa af.


mbl.is Ekki hætta á greiðsluþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Persónulega þá finnst mér að við Íslendingar ættum að hefja hópmálsókn gagnvart þeim þingmönnum sem að samþykkja þessi landráð, því þetta er ekkert annað en landráð.

Ég mun aldrei fyrirgefa þeim þingmönnum sem selja sál sína og landsmanna fyrir einhverja setu í ríkisstjórn!

Geir (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 14:19

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Auðvita er þetta skelfilegt en hvað gerist ef við höfnum Icesave.  Hvaða áætlun tekur þá við? 

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.11.2009 kl. 14:22

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er búinn að lýsa því yfir opinberlega, að samþykkt Icesave áþjánarinnar sé ekki skilyrði fyrir aðstoð sjóðsins við Íslendinga.  Varla geta þeir gengið á bak þeirra orða sinna úr því sem komið er, því það myndi afhjúpa þá gagnvart alþjóðasamfélaginu.

Það má vel vera, að baráttan við kreppuna yrði ekkert auðveldari með því að hafna Icesave, en þjóðin gæti þó að minnsta kosti tekist á við afleiðingar kreppunnar upprétt og stolt, en ekki beygð og niðulægð með valdhroka erlendra kúgunarþjóða.

Axel Jóhann Axelsson, 17.11.2009 kl. 14:27

4 identicon

Algerlega sammála Axel og Geir.  Það getur enginn lifað við kúgun.  Það getur enginn lifað við niðurlæginguna að vera píndur til að þræla fyrir skuldum sem hann ekki skuldar.   Það verður óbyggilegt í landinu ef VG svíkur einu sinni enn sem ég fastlega býst við að flokkurinn í heild sinni muni gera.  Og jú, Geir, okkar von yrði kæra almennings, Alþingis eða síðari ríkisstjórna, eða bara flutningur úr landi.   Það var hópur lögmanna sem kærði framkvæmdavaldið fyrir nauðungina fyrir minna en mánuði síðan. 

ElleE (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband