Tilraunastarfsemi

Enn er ríkisstjórnarnefnan við sama heygarðshornið varðandi þreifingar sínar um aðgerðir í þeim málum, sem hún er að kljást við.  Fyrst er alltaf lekið upplýsingum um, hvað stjórnin sé með á prjónunum og svo er dregið í land, eftir að almenningur hefur kveðið hugmyndirnar í kútinn og nýjar og svolítið mildari tillögur kynntar.

Þessi leikur hefur verið leikinn frá upphafi stjórnarsamstarfsins, nú síðast í skattamálunum.  Fyrst voru látnar leka út tillögur um gífurlegar skattahækkanir á millitekjufólkið og svo eftir mikil mótmæli í þjóðfélaginu eru kynntar nýjar tillögur, sem eiga að koma sér betur fyrir þann hóp og þá er reiknað með, að fólk taki endanlegu breytingunni betur, fyrst hún er ekki jafn skelfileg og þær sem voru látnar leka.

Félagsmálaráðherranefnan er nú að kynna arfavitlausar tillögur um að svipta ungt fólk, á aldrinum 18-24 ára helming atvinnuleysisbóta sinna, til þess að hægt verði að styrkja það til að sækja námskeið á atvinnuleysistímanum.  Hvers vegna manninum dettur ekki bara í hug að setja námskeiðin af stað og bjóða svo unga fólkinu að kaupa aðgang að þeim, er ráðgáta sem er eins skrýtin og margt annað í kýrhaus ríkisstjórnarinnar.

Þetta eru reyndar hefðbundin vinnubrögð, sem auðvitað verða dregin til baka, þegar einhver verður búinn að útskýra fyrir Árna Páli, hversu vitlausar hugmyndir hans eru.


mbl.is Skattatillögur kynntar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband