Sífelld ónákvæmni

Áróðursbragð stjórnarflokkanna endurtekur sig í sífellu, en það felst í því, að boða fyrst afar slæm tíðindi og koma svo fram skömmu síðar og segja, að sem betur fer sé útlitið nú ekki eins slæmt og það hafi litið út áður. 

Þessum áróðri er beitt hvað eftir annað, til þess að reyna að sætta fólk betur við þær arfavitlausu skattahækkunarbrjálæðistillögur, sem ríkisstjórnin er að reyna að koma sér saman um, en aðeins hefur náðst samstaða innan flokkanna og milli þeirra um hvað heildarskattheimtan skuli verða há, en ekki hvernig í ósköpunum eigi að vera hægt að leggja slíkar byrðar á þjóðina.

Nú segir Steingrímur J. að halli á rekstri ríkissjóðs verði ekki jafn mikill og talið hafi verið fyrir rúmum mánuði síðan og það séu mikil gleðitíðindi.  Þó hefur komið fram að hallinn á ríkisrekstrinum muni verða 500 milljarðar á árunum 2008 - 2011.  Sjálfsagt er að taka undir að það yrðu gleðitíðindi, ef ríkisstjórnarnefnunni tækist að halda hallanum innan þessara marka og enn meiri gleðitíðindi, ef henni tækist að spara í ríkisrekstrinum, en það er eitur í beinum vinstri manna. 

Skattpíningarleiðin er miklu auðveldari og alltaf hægt að friða almúgann, með því að segja að "byrðunum verði dreift á réttlátan og sanngjarnan hátt", þannig að þeir efnameiri verði látnir borga meira.  Þá gleðjast allir, en skilja ekki að "breyðu bökin" eru bök almennings.

Steingrímur sagði keikur í þinginu í dag:  "Þá væru atvinnuleysistölur heldur betri en útlit var fyrir sem þýddi að ekki þyrfti að leggja Atvinnuleysistryggingasjóði til jafn mikið fé og áætlað var. Loks væru tekjur ríkisins heldur að styrkjast á nýjan leik og virðisaukaskatturinn að gefa meiri tekjur sem sýndi að umsvifin séu að aukast í þjóðfélaginu á ný."

Allar spár benda til að atvinnuleysi muni aukast á næsta ári og fréttir, sem birtust í dag, sýna að velta í smásöluverslun heldur áfram að dragast saman, mánuð eftir mánuð, og ekkert útlit fyrir annað en að hún muni minnka enn, með sískertum kaupmætti almennings.

Fjármálaráðherra lætur svoleiðis smámuni ekki hafa nokkur áhrif á sig.


mbl.is Dregur úr halla ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þúsund geysp

Jóhannes (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 15:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhannes, þetta innlegg þitt er nákvæmlega eins málefnalegt og við var að búast af sönnum vinstri manni.  Bæði ykkur sjálfum og reyndar öllum öðrum, líður best, þegar þið steinsofið.

Axel Jóhann Axelsson, 13.11.2009 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband