Bragð er að þá barnið finnur

Samfylkingin og hennar áhangendur, hafa hangið á því, eins og hundar á roði, að íslenskir skattgreiðendur skulduðu breskum sparifjáreigendum fullar bætur fyrir þær innistæður, sem þeir áttu hjá einkafyrirtækinu Landsbanka, í Englandi, við bankahrunið í fyrra.

Fram að þessu, hefur ekki heyrst ein einasta efasemdarrödd frá Samfylkingarliðinu, um málið, heldur hefur það allt gengið glatt í gegnum svipugöng Breta og Hollendinga og látið hýða sig duglega, enda litið á sig sem sakborninga í málinu og þar fyrir utan hafi þetta verið nauðsynleg fórn fyrir greiða inngöngu Íslands í ESB.

Nú kemur fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, seint og um síðir, og lýsir íslenska skattgreiðendur sýkna af kröfum kúgaranna, eða eins og segir í viðtali hennar við Sölva Tryggvason:  „Núna þegar við erum að reyna að semja okkur í gegnum Icesave, þá finnst mér svolítið eins og við komum fram eins og hinn seki.....göngum til samninganna eins og sakamaðurinn, en hins vegar séu bresk stjórnvöld laus allra mála, þau eru það auðvitað ekki.“

Einnig er þessi yfirlýsing Ingibjargar merkileg í ljósi framgöngu flokkssystkina hennar:  "Ingibjörg segir að sér finnist að íslenska samninganefndin hafi ekki lagt nógu mikla áherslu á ábyrgð Breta og ábyrgð Evrópusambandsins. Við séum að vinna samkvæmt „dirctívi" frá Evrópusambandinu sem sé meingallað, sérstaklega þegar komi að alþjóðlegum bönkum."

Er þetta ný vitrun innan Samfylkingarinnar?

Vita Jóhanna og Össur um um þetta?


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Komum fram eins og sá seki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Leiðtoginn að senda skilaboð...

Birgir Viðar Halldórsson, 13.11.2009 kl. 11:33

2 identicon

Númer 1), þá er hún hætt í stjórnmálum, þannig að hún getur talað eins og ótýndur bloggari. Hún er nú bara að vinna sér inn vinsældir, greyið konan, eftir að hafa pissað í skóinn sinn síðasta árið sitt í pólitíkinni.

  Númer 2), þá segir hún nú að við berum ábyrgð á lágmarksupphæðinni. Hver lágmarksupphæðin er, er ómögulegt að segja, vegna flækjustigs málsins. Líklegt er þó að við þurfum að borga minna en lágmarksábyrgð, þannig að hvað er málið???

Bárður (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband