Veröld sem var?

Í grein Páls Kolbeins í Tíund, fréttablaði ríkisskattstjóra, koma fram margar fróðlegar upplýsingar um framtaldar tekjur, eignir og skuldir vegna ársins 2008.  Þar sem banka- og útrásarmatadorinn hrundi undir árslok 2008, lýsa þessar tölulegu upplýsingar frekar veröld sem var, en þeirri veröld sem nú er.

Til dæmis verður fróðlegt að bera niðurstöður fyrir árið 2009 við þessar tölur, t.d. þessa niðurstöðu:  "Fjölskyldur sem eiga meira en 150 milljónir eiga samtals 468 milljarða í framtaldar eignir. Það er 1.281 fjölskylda sem á þessar miklu eignir. Þetta eru 0,8% af öllum fjölskyldum í landinu, en hópurinn á 12,8% af öllum eignum."  Það er spurning hvort inni í þessum eignum séu talin t.d. hlutabréf, eða önnur verðbréf, sem síðan hafa orðið einskis virði vegna hrunsins.

Aðrar merkilegar upplýsingar eru t.d. þessar:  "79.149 fjölskyldur telja ekki fram neinar skuldir, þar af eru 67.433 einhleypingar og 11.706 hjón. Eignir þessa hóps námu 845 milljörðum. Um 60% fjölskyldna skulda innan við fimm milljónir eða ekki neitt."

Þetta verður einnig fróðlegt að bera saman við tölur vegna 2009, þegar þær liggja fyrir, því ekki er vitað hvernig þessi hópur hefur komið út úr kreppunni, en a.m.k. hafa verðbætur og gengishækkanir skulda ekki átt að hafa komið illa niður á þessu fólki.

Samkvæmt greininni áttu ýmsir í erfiðleikum, en það er eftir sem áður mikill minnihluti þjóðarinnar, sem eru auðvitað betri niðurstaða, en margur hefði reiknað með, en afleiðingar hrunsins endurspeglast að litlu leyti í þessari skýrslu.

Vonandi eru þetta þó vísbendingar um að afleiðingar kreppunnar á meirihluta þjóðarinnar, verði léttbærari, en þeir svartsýnustu hafa búist við.

 


mbl.is Þær ríkustu skera sig úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greinin flytur því mestmegnis góðar fréttir, en hún segir okkur auðvitað ekki hvaða hópar fengu á sig atvinnuleysið umfram aðra o.s.fr.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband