10.11.2009 | 13:47
Stóriðjan notuð sem áróðursbragð
Spunameistarar ríkisstjórnarnefnunnar uppgötvuðu það stórsnjalla áróðursbragð, að lauma inn í fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2010 svokölluðum stóriðjusköttum, til þess að leiða umræðuna í þjóðfélaginu frá tekjuskattshækkunum á heimilin yfir í þá umræðu, að stóriðjufyrirtækin væru ekki of góð til að taka þátt í byrðum þjóðféagsins af kreppunni.
Áróðursmeistararnir duttu svo seint niður á þetta bragð, að ekki vannst einu sinni tími til að kynna herbragðið fyrir iðnaðarráðherra, sem kom algerlega af fjöllum og félögum sínum í stjórnarnefnunni til mikillar armæðu, nánast eyðilagði hún málið með háværum mótmælum við þessum fáráðlegu hugmyndum, sem allir sáu reyndar strax, að myndu stöðva alla iðnaðaruppbyggingu í landinu til framtíðar.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherralíki, heldur þó ennþá áfram að slá ryki í augu almennings, með því að segja, að því miður verði ekki komist hjá því að hækka skatta á almenning, en að sjálfsögðu verði að láta stóriðjuna borga sinn skerf. Hún reynir enn, að leyna því hvers kyns skattahækkanabrjálæði sé fyrirhugað á almenning og til viðbótar við stóriðjuáróðurinn er jafnan tekið fram, að reynt verði að hlífa hinum tekjulægstu með flóknu þriggja þrepa tekjuskattskerfi.
Með þessu er gefið í skyn, að núverandi tekjuskattskerfi sé ekki þrepaskipt, en það er auðvitað alger vitleysa, þar sem persónuafslátturinn gerir það að verkum að tekjuháir greiða hlutfallslega miklu hærri tekjuskatt, en þeir tekjulágu. Þar fyrir utan er allt bótakerfið tekjutengt og kemur því þeim tekjulágu til góða, en ekki þeim tekjuháu.
Hér fyrir neðan er þetta sýnt í einfaldri töflu, ásamt því að sýna hvernig hægt er að stórhækka skatta, án þess að umbylta því einfalda skattkerfi, sem nú er í gildi og með því að lækka skatta hinna lægstlaunuðu. Stjórnvöld þurfa ekki að láta eins og það sé eitthvað flókið, að skattpína þjóðina, það þarf einungis að láta reikna út fleiri svona útfærslur og hvað þær gefa ríkissjóði í hækkun tekna.
Í fremri dálki er núverandi þrepaskipti tekjuskatturinn og í þeim síðari einföld hugmynd um hvernig má breyta honum með einföldum hætti, til að skattleggja þá tekjuháu hlutfallslega ennþá meira en þá tekjulágu:
Staðgreiðsla, 37,2% | Staðgreiðsla, 42,2% | Hækkun | Hækkun | |||
(Persónuafsláttur | Hlutfall af | (Persónuafsláttur | Hlutfall af | skatta | skatta | |
Laun á mánuði: | kr. 42.205) | tekjum í % | kr. 52.205) | tekjum í % | í krónum | í % |
150.000 | 13.595 | 9,06 | 11.095 | 7,40 | -2.500 | -18,39 |
200.000 | 32.195 | 16,10 | 32.195 | 16,10 | 0 | 0,00 |
300.000 | 69.395 | 23,13 | 74.395 | 24,80 | 5.000 | 7,21 |
400.000 | 106.595 | 26,65 | 116.595 | 29,15 | 10.000 | 9,38 |
500.000 | 143.795 | 28,76 | 158.795 | 31,76 | 15.000 | 10,43 |
600.000 | 180.995 | 30,17 | 200.995 | 33,50 | 20.000 | 11,05 |
700.000 | 218.195 | 31,17 | 243.195 | 34,74 | 25.000 | 11,46 |
800.000 | 255.395 | 31,92 | 285.395 | 35,67 | 30.000 | 11,75 |
900.000 | 292.595 | 32,51 | 327.595 | 36,40 | 35.000 | 11,96 |
1.000.000 | 329.795 | 32,98 | 369.795 | 36,98 | 40.000 | 12,13 |
1.200.000 | 404.195 | 33,68 | 454.195 | 37,85 | 50.000 | 12,37 |
1.400.000 | 478.595 | 34,19 | 538.595 | 38,47 | 60.000 | 12,54 |
1.600.000 | 552.995 | 34,56 | 622.995 | 38,94 | 70.000 | 12,66 |
1.800.000 | 627.395 | 34,86 | 707.395 | 39,30 | 80.000 | 12,75 |
2.000.000 | 701.795 | 35,09 | 791.795 | 39,59 | 90.000 | 12,82 |
Stóriðjuskattur óhjákvæmilegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvers vegna les maður mun vandaðri umfjöllun á blogginu heldur en hjá fréttamannalíkunum? Ég er ekki viss hvort þeir séu gervi-fréttamenn, eða bara dauðir úr öllum æðum, óhæfir, ónýtir, óvita ofvaxin börn sem aldrei hafa yfirgefið pilsfaldinn, skipt út pilsfaldi mömmu fyrir pilsfald ríkis og stofnana og spunameistara þeirra.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 14:36
Takk fyrir skilmerkilega og gagnlega færslu - Takk - !
Benedikta E, 10.11.2009 kl. 14:51
Ef Jóhanna Sigurðardóttir er forsætisráðherralíki eru þá Geir og Davíð forsætisráðherralík af því þeir eru ekki lengur í embætti.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 19:50
Bjórlíki og forsætisráðherralíki eru sama sullið sem enginn vill, ef hann á val á almennilegri vöru.
Axel Jóhann Axelsson, 10.11.2009 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.