Umræðan ekki á villigötum

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, mótmælir málflutningi Gunnars Tómassonar, hagfræðings, og annarra, sem telja skuldastöðu þjóðarbúsins orðna svo slæma, að í óefni stefni, jafnvel að stefni í þjóðargjaldþrot.

Gylfi segir þennan málflutning á algerum villigötum og að engin hætta sé á slíku og nefnir að álíka skuldastaða sé hjá Bandaríkjamönnum og Dönum.  Ekki er hægt að líkja ástandinu hérlendis við Bandaríkin, því dollarinn er heimsgjaldmiðill og hann hefur verið að falla upp á síðkastið og það léttir á erlendri skuldabyrði Bandaríkjanna, en Íslendingar verða að treysta á vöruskiptajöfnuð við útlönd, til þess að geta greitt niður erlendar skuldir.

Það sem skapar erlendan gjaldeyri hérlendis er aðallega sjávarútvegur, áliðnaður og ferðaiðnaður og undanfarna áratugi hefur ekki verið mikill afgangur af vöruskiptajöfnuði við útlönd, enda hafa Íslendingar stöðugt aukið við erlendar skuldir sínar og gekk það algerlega út yfir öll mörk á síðustu árum.

Íslendingar geta ekki reiknað með að taka nánast nein ný lán í útlöndum á næstu áratugum, enda þjóðarbúið svo skuldsett, að engar erlendar lánastofnanir munu þora að lána stórar upphæðir hingað til lands, nem þá helst til orku- og stóriðju.

Tími lánaniðurgreiðslu er kominn og fyrir því mun íslenska þjóðarbúið finna verulega næstu áratugina.


mbl.is Umræða um erlendar skuldir á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Og í sögubókum er gott að skrifað sé hverjir stofnuðu til skuldanna og tóku lánin og "frelsuðu" fjármagnið.

Ólafur Þórðarson, 20.10.2009 kl. 13:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þeir sem stofnuðu til skuldanna voru auðvitað útrásargarkarnir, önnur fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar.

Það þarf enga sagnfræðinga til að skrifa þá sögu.  Margir þekkja hana af sinni eigin bitru reynslu, því öll erlend lán, sem tekin voru, þarf að endurgreiða með gjaldeyri.  Hann verður að óbreyttu af skornum skammti næstu áratugi.

Axel Jóhann Axelsson, 20.10.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband