Ótrúleg léttúð í umræðu um hundruð milljarða

Það hefur margoft komið fram frá stjórnarliðum, sérstaklega Samfylkingunni og stuðnigsmönnum hennar hér á blogginu, svo og annarsstaðar, að það verði ekkert mál fyrir Íslendinga, að borga Icesave skuldir Landsbankans, ekki síst þar sem búið er að blekkja almenning með því að 90% fáist upp í kröfurnar úr þrotabúi Landsbankans.  Það var reiknað út eftir að nýji Landsbankinn var látinn leggja 300 milljarða skuldabréf til gamla bankans, til þess að dæmið liti betur út í áróðrinum.

Jafnvel þó 90% fengjust upp í Icesaveskuldina án blekkinga, þá standa alltaf útaf nokkur hundruð milljarðar vegna vaxta og að láta eins og nokkur hundruð milljarðar séu bara smámál, er algert ábyrgðarleysi og að ekkert mál verði að borga það, er helber lygi.

Nóg er að vitna til Guðlaugs Þórs, þingmanns, er hann segir:  "Með 200 milljarða áætluðum vaxtagreiðslum af Icesave hlyti stuðningur VG við samninginn að vera í uppnámi. Hér væri á ferð upphæð sem jafngilti fjórum nýjum háskólasjúkrahúsum."  Hér er vægast sagt varlega áætlað, þegar "aðeins" er talað um 200 milljarða í vexti, því líklega verður upphæðin nær 400 milljörðum.

Til að setja upphæðina í annað samhengi, má vitna til Péturs Blöndals, þingmanns, þegar hann segir:  "Ísland þyrfti að greiða vexti af Icesave-skuldinni þótt enginn hagvöxtur væri í landinu á greiðslutímabilinu, eða árlega 15 til 50 milljarða króna, samanborið við 10 milljarða árlegt framlag ríkisins til Háskóla Íslands."

Að ræða þessar upphæðir af þeim hálfkæringi, sem stjórnarsinnar gera, er algerlega út í hött og eintómt ábyrgðarleysi, ekki síst í því ljósi, að samkvæmt ESB tilskipuninni ber íslenskum skattgreiðendum ekki að borga eina einustu krónu af þessu.

Líklega fara menn að skilja þetta, þegar skattahækkanir vegna Icesave skella á, eftir fimm ár, eða fyrr.


mbl.is Gleymdu 200 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband