Bókfært verð - söluverð - skuldir

Allar fréttir, sem berast frá útrásargörkum eru misvísandi, segja lítið sem ekkert og eru oftar en ekki villandi, til að reyna að fegra gjörningana, sem er verið að segja frá.

Landic Property, sem átt hefur í miklum erfiðleikum, eftir heimsútrásina, sendir nú frá sér tilkynningu um að félagið hafi selt eignir í Danmörku fyrir tæpa 50 milljarða króna, sem sé ásættanlegt verð, enda það sama og bókfært verð eignanna.  Ekki er víst, að þetta segi alla söguna, þar sem ekkert er greint frá því, hvað félagið hafði tekið stór lán til þessara kaupa á sínum tíma.  Lánin geta verið miklu hærri en þetta söluverð og því sölutapið mikið, en um það er ekkert getið í tilkynningunni.

Annað garkafélag, Hagar, tilkynnti í gær, sigri hrósandi, að það hefði verið að greiða upp sjö milljarða skuldabréfaflokk, sem skráður var í Kauphöllinni og að Hagar væru eina félagið sem hefði afrekað slíkt eftir hrun.  Í framhjáhlaupi var þess getið að Landsbankinn og Kaupþing hefðu lánað fyrir þessari greiðslu, þannig að alls ekki var um greiðslu á skuld að ræða, heldur framlengingu skuldabréfanna.

Þetta bendir til þess, að þessir garpar hafi ekki sama skilning og aðrir á greiðslu skulda, enda hafa þeir aldrei borgað nokkra einustu skuld upp, aðeins "endurfjármagnað" þær. 

Þannig þykjast þeir greiða upp skuldir, en oftast eru þeir að auka skuldir sínar,  en ekki að minnka þær.


mbl.is Landic selur starfsemi í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband