4.10.2009 | 15:32
Skömm sé norðurlöndunum, að undanskildum Færeyingum
Fram að síðasta hausti var Íslendingum alltaf talin trú um, að norðurlöndin væru okkar kærustu vinaþjóðir, ekki síst Norðmenn, en eftir hrunið hefur annað komið í ljós. Strax eftir hrunið veittu Færeyingar íslendingum lán, að upphæð 6 milljarða króna, algerlega skilyrðislaust og nú lána Pólverjar 25 milljarða, óháð frágangi á Icesave skuldum Landsbankans, en þau skilyrði settu norðurlöndin, enda engin aðstoð borist þaðan.
Athyglisvert er að lesa þessa tilvitnun í fréttinni: "Það var sérstaklega gaman að eiga í þessum samskiptum við Pólverja, því þeir voru svo jákvæðir og hjálplegir og lögðu upp úr því að þeir væru með þessu að leggja sitt af mörkum. Þetta er að mörgu leyti ný staða fyrir Pólverja, sem sjálfir hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika á undanförnum áratugum og þegið mikla aðstoð. Núna má segja að þeir séu komnir hinum megin við borðið, segir Steingrímur."
Þetta er þveröfugt við það, hvernig norðurlöndin hafa komið fram við Íslendinga. Þau hafa hvorki verið jákvæð, né hjálpleg, hvað þá að þau reyni að leggja sitt af mörkum í baráttunni við þrælahöfðingjana í Bretlandi og Hollandi.
Hafi norðulöndin ævarandi skömm fyrir sína framkomu.
Mikilvægt að þetta sé í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þjóðir eiga ekki vini. Það er einhver séríslensk hugmyndafræði.
Finnur Bárðarson, 4.10.2009 kl. 16:04
Ég hef búið í Noregi í nokkur ár. Fólkið hérna virðist halda að ríkisstjórnin (norska) hafi verið fyrst allra til að moka peningum til Íslands. En hvers vegna ætti að vera einhver vilji til að lána íslenska ríkinu eftir mikilmennskubrjálæði síðustu ára? En eitt get ég sagt af 100% vissu; Önnur lönd en Ísland sjá mál Íslands á allt annan hátt en Íslendingar. Þeir vita ekki á sama hátt hvað er í gangi eða hvers vegna.
Ísland á ekkert sjálfkrafa aðgang að peningum annarra þjóða!
Og Icesave skal ekki greiðast af íslenskri þjóð!
Haukur Sigurðsson, 4.10.2009 kl. 16:18
Axel,
Ísland er ´´bananísk´´ útgáfa af Nígeríu, Litla Nígería í norðri. Hér er rekið kerfi sem mætti kalla ´´aumingjadýrkun´´ fyrir hina útvöldu (innmúruðu).
Heldurðu að það sé sjálfgefið að Litla Nígería hafi eitthvað lánstraust erlendis? NEI !
Er það ekki kostulegt að einn aðalarkitektinn að efnahagshruni Litlu Nígeríu sé gerður að aðalritstjóra New York Times of the North (Mogga snepplinum) ? Eða hvernig snepillinn var endureinkavinavæddur !
Áður en vér Litlu Nígeríuingar förum að segja ´´öðrum´´ þjóðum að skammast sín, skulum við líta okkur nær og byrja á því að skammast okkar sjálfir !
Halli (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 16:24
Haukur,
Þú eins og fjármálaráðherra Noregs virðist ekki geta gert greinarmun á einkabanka annarsvegar og íslensku þjóðinni og ríkinu hins vegar. Einhvernveginn virðast Norðmenn vera búnir að gleyma því að allt bankakerfi þeirra fór á hausinn fyrir 18 árum síðan, en tala samt um skammarlegar "hægritilraunir íslendinga."
Þetta mun ekki gleymast.
Kalli (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 16:27
Fyrir utan kjörbúðina mína stendur rúmenskur betlari sem bíður kurteislega góðan dag á landsins máli með brosir þegar maður gengur inn. Þegar þú gengur burt og stingur engu að honum segir hann "farðu til Andskotans" á rúmönsku.Ég spurði hann einu sinni hvað það þýddi sem hann var að segja og það var þá "Guð gefi þér hreint hjarta"!!!!
Erum við Íslendingar virkilega svo djúpt sokkin að við bölbænum þeim þjóðum sem setja ekki aura í betlbaukinn okkar? Þú segir "Hafi Norðurlöndin ævarandi skömm fyrir sína framkomu". Það er bölbæn að mínum dómi. Þú segir að þau hafi hvorki verið jákvæð, né hjálpleg, hvað þau reyni að leggja sitt af mörkum í baráttunni við þrælahöfðingjana í Bretlandi og Hollandi.Færeyingar og Pólverjar settu aur í baukinn og eru þess vegna sannir vinir okkar.
Baráttan við þrælahöfðinga í Bretlandi og Hollandi? Meinarðu hvernig við getum sloppið billega frá afleiðingum stjórnlausa útrásaruppátækis íslensku bankanna?
Ég skil þig. Mér finnst þetta blóðugt og ég er reið og svekkt og blönk en þetta er OKKUR SJÁLFUM AÐ KENNA.
Agla (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 16:36
Agla, þau mál sem stafa beint af hruni bankanna, eins og t.d. IceSave, eru EKKI OKKUR AÐ KENNA heldur fyrrverandi stjórnendum og eigendum bankanna. Ábyrgð og skyldur þeirra eru ekki sjálfkrafa ábyrgð og skyldur þjóðarinnar, heldur þvert á móti.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2009 kl. 16:45
Það er nú einhver misskilningur í gangi hérna, Íslendingar hafa ekki beðið norðurlandaþjóðirnar eða aðra að gefa sér neitt, eða setja eitthvað í betlibaukinn. Það var farið fram á að fá lán, sem verða endurgreidd að fullu. Ekki á einu sinni að eyða þessum lánum, heldur á að leggja þau inn á reikning í Seðlabanka Bandaríkjanna, og þar munu þau safna á sig vaxtatekjum, sem þó verða minni en vaxtakostnaðurinn af þessum lánum.
Þannig munu þær þjóðir sem lána okkur peninga, sem eingöngu eru hugsaðir til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn, skila tekjum til þeirra þjóða, sem munu lána okkur.
Vandamálið við norðurlöndin er, að þau blanda óskyldum málum inn í lánaafgreiðslu sína, þ.e. að Íslendingar gangist undir þrælkun Breta og Hollendinga í marga áratugi vegna glæpareksturs á einkabanka, sem kemur almenningi á Íslandi og ríkinu ekkert við.
Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2009 kl. 16:53
Þegar borin er saman framkoma Pólverja og Færeyinga annars vegar og Norðmanna hins vegar gagnvart íslenska ríkinu og Íslendingum þá kemur fram hrópandi munur í afstöðu. Annars vegar velvild og skilyrðislaus hjálp, hins vegar...ja..skulum við segja..tregi og fótdragandaháttur. Ég vil kalla fyrri flokkinn "vinaþjóðir" en ekki hinn seinni.
Að öllu jöfnu hefði ég búist við meiru frá þeim sem við höfum verið alin upp við að kalla vinaþjóðir okkar. Við Íslendingar þurfum aðstoð núna en ekki reiðilestur. Pólverjar og Færeyingar skilja það, sem er einkenni vinarþels.
Ég tel reyndar að við höfum ástæðu til að "gera ráð fyrir", en ekki hafa "heimtingu á", meiri aðstoð frá Norðmönnum en raun hefur verið. Hvers vegna? Vorum við ekki vinaþjóðir? Ég á vini sem ég veit að myndu hjálpa mér ef á þyrfti að halda hvort sem ég hafi verið vitlaus og heimskur eða ekki.
Við Íslendingar, eða sumir okkar a.m.k., höfum farið illa með peninga. Við höfum líka feilað á hverja að kalla vini og hverja ekki.
Annars....Mikið er ég blessunarlega feginn ef aldrei aftur þarf ég að hlusta á framámenn rausa um Norurlandaþjóðirnar sem "vinaþjóðir." Ég hef aldrei sjálfur litið á þær sem vinaþjóðir. Ég hef lengi haldið því fram að við Íslendingar þjónum þeim tilgangi að vera sú eina þjóð sem Norðurlandaþjóðirnar geta litið niður á. Einnit að eina þjóðin sem nokkurn tímann hefur litið upp til Íslendinga eru Færeyingar.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 17:13
Þó svo að þú og ég berum enga siððferðilega ábyrgð á Icesave-skuldum þjóðarinnar gerir sú stjórn sem *við*, þ.e. þú og ég, vorum svo vitlaus að kjósa yfir okkur ábyrgð, sem sagt íslenska ríkið. Þannig eru hlutirnir í milliríkjasamningum, og hvernig ættu þeir að vera öðruvísi?.
Sem sagt: Okkur er ómögulegt að gangast ekki við skuldum okkar, og munum afla okkur óvildar og fjandskaps erlendis í nokkrar kynslóðir á eftir.
"Til hamingju Ísland"
Kári (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 17:29
Mér finnst að margir hér séu óþarflega harðorðir í garð Skandinavanna. Það er ljóst að þeir standa ekki undir væntingum okkar, en það er líka gott að vita hverjir eru vinir í raun. Þessi lánamál eru ekki búin og við skulum halda ró okkar um sinn og sjá hver staðan verður að lokum.
Að mínu mati er eitthvað undarlegt við afgreiðslu Skandinavanna á lánabeiðni okkar. Það sem ég á við, er að ríkisstjórnir þessara landa eru ekki í takt við þjóðþingin, hvað þá heldur almenning í löndunum. Að Norska VG-kerlan Kristin Halvorsen skuli senda okkur tóninn, eins og hún gerði í sjónvarpsviðtali er með ólíkindum. Mörgum hefur dottið í hug, að þetta væru pöntuð viðbrögð frá Íslandi !
Ég vil benda á, að til dæmis Sænski Riksdagen samþykkti ályktun um lánveitingu til okkar sem ekki er í samræmi við það sem Sænsku ráðherrarnir segja. Samkvæmt samþykkt Riksdagens eru fyrirvarar settir á lánveitinguna til að þvinga Bretland og Holland til að veita Íslandi lán. Norrænu ríkin vilja með þessu móti hindra að fjármunir frá þeim fari til að greiða Bretum og Hollendingum. Í greinargerð sem ríkisstjórn Svíþjóðar lagði fyrir Riksdagen 02.07.2009 segir:
Mín niðurstaða er sú, að við verðum að snúa okkur beint til Skandinavísku þjóðþinganna og þjóðanna. Ráðherrar þessara landa eru að leika óheiðarlegan leik og líklega svipaðan og Icesave-stjórnin. Ég spyr aftur hvort Icesave-stjórnin sé að panta ákveðin neikvæð viðbrögð frá Skandinavískum ríkisstjórnum ?
Heimildir: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/923129/http://www.visir.is/article/20090814/FRETTIR01/971270225
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.10.2009 kl. 18:03
Vänsterpartiet menar att Island har drabbats hårt av en nyliberal ekonomiska politik som har varit aktivt påhejad av IMF. IMF måste snarare betraktas som en del av Islands problem än som en del av lösningen, konstaterar partiet. Partiet vill därför att Sveriges långivning till Island frikopplas från IMF och i stället sker i form av ett bilateralt grannlandslån.
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.10.2009 kl. 18:29
Ég er orðinn langþreyttur á norðmannaaðdáuninni í þessu landi - norðmenn hafa undirboðið okkur á fiskmörkuðum árum saman - þeir undirbuðu líka skipasmíðarnar ásamt pólverjum og fleiri þjóðum t.d. svíum
það er rétt sem fram kemur hér að ofan - þjóðir eige ekki vini - séríslensk hugsun -
"frændur okkar" þetta og hitt - = bull
svíar hafa líka djöflast gegn okkur í alþjóðamálum - hvalveiðráðið gleggsta dæmið
norðurlandaþjóðirnar vinna með gömlu nýlendukúgurunum - á meðan fá þær ekki á baukinn sjálfar
Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.10.2009 kl. 02:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.