Baugsmálið fyrsta hræðir

Þorvaldur Gylfason, prófessor, spáir því að ekki muni allir stórlaxarnir, sem tengjast íslenska fjármálahruninu sleppa að þessu sinni, án þess að taka fram í hvaða annað skipti hann telur þá hafa sloppið.  Líklega er hann að vísa til Baugsmálsins fyrsta, sem rekið var fyrir dómstólum árum saman, án þess að ákærur næðust fram, nema í nokkrum smáöngum málsins.

Sækjandinn sat löngum einn í dómssalnum á móti her dýrustu lögfræðinga og endurskoðenda landsins, sem tókst að snúa öllum hlutum sakborningum í hag og tefja og toga alla málsmeðferð, svo árum skipti.  Sennilega hafði saksóknarinn ekki nógu mörgum og góðum rannsakendum til að hafa við lögfræðinga- og sérfræðingastóði Baugsmanna, a.m.k. var sýknað í mörgum atriðum, sem allir sem tengjast viðskiptum voru vissir um að myndu leiða til sakfellingar.

Ekki má heldur gleyma andrúmsloftinu sem ríkti í þjóðfélaginu, en almenningsálitið fór gjörsamlega af hjörunum í afstöðunni með Baugsliðinu og gegn dómsvaldinu, lögreglunni og ríkisstjórninni, sem sérstaklega var ásökuð um pólitískar ofsóknir gegn blásaklausum vinum alþýðunnar.

Vegna þessarar reynslu dómskerfisins af erfiðum hvítflibbabrotum, má gera ráð fyrir að rannsókn á málum tengdum fjármálahruninu verði erfið og muni taka mörg ár.

Sporin hræða.


mbl.is Stórlaxarnir munu ekki allir sleppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband