Skattahækkanir koma ekki á óvart

Nú eru boðaðar miklar skattahækkanir á næsta ári, þegar hæfilegur tími er liðinn frá síðustu hækkunum, sem skiluðu ríkissjóði tuttugu milljörðum á þessu ári og tvöfaldri þeirri upphæð á næsta ári.  Næsta ár verður enn bætt í og allir skattar, sem mögulegt verður að hækka verða stórhækkaðir.

Það undarlega er, að þessar skattahækkanir skuli koma nokkrum einasta manni á óvart, því alltaf hefur verið vitað, að vinstri stjórnir eru ekki bara skattaglaðar, heldur hreinlega skattaóðar.

Strax í vor, eða þann 21. apríl s.l. var þetta blogg skrifað og þar sett fram ákveðin spá, um þá skatta, sem vinstri stjórnin myndi hækka, kæmist hún til áframhaldandi valda eftir kosningar.

Allt sem þar var spáð, hefur þegar komið fram, eða er að koma í ljós þessa dagana.  Meira að segja hefur Steingrímur J. upplýst, að nú sé verið að leita leiða til að finna nýja skattstofna.  Í blogginu frá 21/04 var sagt:  "Fyrir utan það sem hér hefur verið talið hafa vinstri flokkar endalaust hugmyndaflug við að finna nýja "skattstofna" og munu þeir leita logandi ljósi að nýjum sköttum til að leggja á "breiðu bökin" í nafni jöfnuðar og réttlætis."

Því miður ætlar þetta allt að ganga eftir og það fyrr en menn ætla.


mbl.is Miklar skattahækkanir í farvatninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband