Öðruvísi tekið á málum hjá Svíum

Öll lönd á vesturlöndum stríða nú við afleiðingar heimskreppunnar og í flestum löndum, öðrum en Íslandi, er lögð mest áhersla á, að efla atvinnulífið og minnka atvinnuleysi.  Íslenska ríkisstjórnin sker niður allar verklegar framkvæmdir til þess að þurfa ekki að spara eins mikið í rekstrinum og gerir heldur ekkert til að koma á eðlilegu ástandi á almennum vinnumarkaði.

Vinstri stjórnin á Íslandi kann engin önnur úrræði, en að hækka alla skatta í drep og finna upp nýja tekjustofna fyrir ríkið, en kafar auðvitað dýpra og dýpra ofan í vasa almennings, sem varla gengur lengur með nokkurn vasa órifinn.

Í Svíþjóð er brugðist þveröfugt við ástandinu, eða eins og segir í lok fréttarinnar:  "Fyrirhugað er samkvæmt fjárlagafrumvarpinu að verja 32 milljörðum sænskra króna, jafnvirði um 575 milljörðum íslenskra króna, á árinu 2010 í aðgerðir til að auka atvinnu og til að örva efnahagslífið. Þar í eru 10 milljarða sænskra króna lækkun á tekjusköttum, sem fjármálaráðherrann segir að eigi að stuðla að því að fólk vilji frekar vinna meira. Árið eftir er gert ráð fyrir 24 milljörðum sænskra króna til að skapa atvinnu og örva efnahagslífið."

Mikið væri nú gott, ef örlaði á þessari hugsun hjá hinni skattaóðu íslensku ríkisstjórn.


mbl.is Fjárlagafrumvarp gegn atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þetta er rétt hjá Svíum enda hafa þeir eigið sjálfstæði yfir sínum ríkisfjármálum og hafa traustar eftirlitsstofnanir sem varna því að þeir missi efnahagslegt sjálfstæði sitt til AGS. 

Við höfum ekkert val, hér ræður AGS ferð og heimtar niðurskurð og skattahækkanir sem eru 60% verri en það sem EB krefst t.d. af Írum sem eru með svipaðan halla og við.

Andri Geir Arinbjarnarson, 21.9.2009 kl. 11:18

2 identicon

Það er ekki AGS að kenna hvernig fyrir okkur er komið! Það var eigin græðgi og agalesyi sem setti okkur á hliðina.

Kári (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 12:12

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Kári,

Einmitt, betlarar hafa ekkert val.  Við fórum á hnjánum til AGS og betluðum þar lán og verðum að haga okkur eins og þeir vilja.  Þetta má kalla að við höfum fallið út "diet lýðræði" í "zero lýðræði"

Andri Geir Arinbjarnarson, 21.9.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband