Jibbí jei og jibbí jei, það er kominn September

Þjóðinni hlýtur að hafa létt ótrúlega mikið, við þá yfirlýsingu Steingríms J., að það væri kominn September.  Það bendir til þess, að hann sé þá búinn að átta sig á því, að þjóðin er búin að bíða frá því í Febrúar, eftir því að ríkisstjórnin kæmi með efnahagsaðgerðir, sem dygðu til að koma efnahagslífinu í gang, að ekki sé talað um raunhæfar aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna.

Annað sem er athyglisvert, er að Steingrímur segir að stjórnarandstaðan hefði átt að sofa á höfnun Breta og Hollendinga á fyirivörnunum við ríkisábyrgð á Icesaveskuldum Landsbankans, en sjálfur sagði hann og Jóhanna reyndar líka, í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi, að vonandi yrði hægt að ganga frá málinu á morgun, sem sagt í dag.  Nú segir sami Steingrímur, að málið muni þurfa að fara aftur til afgreiðslu á Alþingi, sem ekki kemur saman fyrr en í Október.

Vonandi er Steingrímur með það á hreinu, að Október kemur næstur á eftir September.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær, að ríkisstjórnin virðist vera að vakna af Þyrnirósarsvefninum.


mbl.is Það er kominn september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

September er hálfnaður (og tveimur dögum betur).

Jói á hjólinu. (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 12:47

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Steingrímur var að átta sig á þessari staðreynd í dag, þ.e. að það væri kominn September.

Axel Jóhann Axelsson, 18.9.2009 kl. 12:56

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

treysti ekki neinu úr þessari átt lengur.

held 'ann sé búinn að tapa glórunni - best að þetta fólk fari - Jóhanna eins og dáleidd hæna á leið á aftökustað - sé ekki tilganginn í að halda þeim uppi þarna lengur

Jón Snæbjörnsson, 18.9.2009 kl. 12:56

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég veit ekki hvar menn standa í pólitík sem skrifa svona en þeir eru ekki fulltrúar þeirrra sem mótmæltu sl vetur. Það getur ekki verið. Ef ríkisstjórnin væri ekki einasta von þeirra að hægt verði að koma málum í betra lag en fyrir febrúar 2009 þá væri hér allt vitlaust. Það er til dæmis óhugsandi að fulltrúar sjálfstæðisflokk hafi traust til að leiða ríkisstjórn.

Gísli Ingvarsson, 18.9.2009 kl. 13:27

5 identicon

Sammála Gísla.  Algerlega óhugsandi.

Krummi (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 13:32

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gísli og Krummi, er ekki allt að verða vitlaust í þjóðfélaginu núna?  Eru ekki farnar að heyrast raddir um útifundi aftur og eru ekki líka farnar að heyrast raddir um byltingu?  Varla er það vegna ánægju með núverandi ríkisstjórn, eða hennar gerðir.  Líklega er það vegna afkastaleysis hennar, þrátt fyrir sífelldan grát ráðherranna um hvað þeir vinni mikið, en málin séu bara svo erfið, að þeir ráði ekkert við þau.

Jóhanna þreytist aldrei á því að segja frá því hve þreytt hún sé, vegna mikillar vinnu.  Miðað við hennar eigin lýsingar hlýtur þetta að vera afkastaminnstu ráðherrar í lýðveldissögunni.

Axel Jóhann Axelsson, 18.9.2009 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband