26.8.2009 | 14:29
Maður að meiri - svolítið
Sigmundur Ernir hefur nú beðist velvirðingar á því, að hafa mætt í þingsal, eftir að hafa drukkið rauðvín með matnum, fyrr um kvöldið. Þetta er gott, svo langt sem það nær. Hann á hins vegar eftir að skýra út, hvers vegna hann skrópaði á þingfundi þennan dag og var þess í stað að spila golf og þiggja mat og vín af MP banka. Mitt í umræðu um þann skaða, sem bankar og útrásarmógúlar hafa skapað þjóðinni, er það dómgreindarskortur hjá þingmanni, að þiggja slík boð.
Dómgreindarskortur númer tvö, hjá þingmanninum, var að mæta í þingið eftir veisluna og dómgreindarskortur númer þrjú, var að reyna að þræta fyrir drykkjuna eftirá, þar sem ekki fer framhjá neinum, sem horft hefur á myndbandið af þingfundinum, að þar fór ekki allsgáður maður.
Hefði Sigmundur Ernir strax játað á sig þessi mistök og beðist afsökunar á þeim, hefði þetta aldrei orðið neitt mál og hann orðið maður að meiri. Hann reynir nú að bæta úr og tekst það - svolítið.
Annað, sem er athyglisvert, er að aðrir þingmenn og forseti þingsins skuli ekki hafa bent honum á, að þetta væri ekki viðeigandi í þingsalnum og bent honum á að fara heim að sofa og geyma ræðuna sína til betri tíma, úr því að hann hafði skrópað á þingfundinum allan daginn, hvort sem var.
Svo eru þingmenn undrandi á því, að virðing Alþingis fari þverrandi.
Fékk sér léttvín með mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maðurinn sagði í gær að hann hefði ekki bragðað vín, í dag var hann búinn að fá sér hvítvín. Hvað verður það á mórgun? Ef þessi náungi, sem er nota bene nýliði á þinginu farinn að ljúga um svona atriði strax á sínum fyrstu dögum sem þingmaður, þá held ég að það sé lítið á hann að treysta.
joi (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 14:35
Meira að segja fólk með greind í sæmilegu meðallagi sér að maðurinn er drukkinn í prontunni og nær því að hafa drukkið 1 - 2 flöskur af rauðvíni.
En svona er Ísland í dag - mörkin milli sannleikans og lyginnar verða æ óljósari hjá sumum.
Sigurður Sigurðsson, 26.8.2009 kl. 15:06
Hárrétt Axel, ég er sammála þér um dómgreindarskortinn og einnig hvað varðar það að aðrir þingmenn og/eða forseti skyldu ekki stoppa manninn með einhverjum ráðum. Ég bloggaði um virðingu Alþingis fyrr í dag, sjá hér: http://sleggjudomarinn.blogg.is/blogg/sleggjudomarinn/entry/937638/
Magnús Óskar Ingvarsson, 26.8.2009 kl. 15:15
Lygin hjá honum er aðal issjúið að mínu mati Axel.
hilmar jónsson, 26.8.2009 kl. 22:55
Sammála Hilmar, hann fór endanlega með sig á því að reyna að ljúga sig út úr þessu.
Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2009 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.