26.8.2009 | 13:25
Með hvaða vöxtum?
Íslandsbanki hyggst bjóða skuldurum húsnæðislána einhverja óskilgreinda lækkun á höfuðstól húsnæðislána, gegn því að lánunum verði breytt í óverðtryggð krónulán. Ekki kemur fram í fréttinni á hvaða vaxtakjörum þessi nýju lán verða veitt, né hvort þetta eigi að vera jafngreiðslulán eða lán með jöfnum afborgunum höfuðstóls.
Húsnæðislán hafa fram að þessu verið jafngreiðslulán (annuitet) og því hefur vöxtum verið dreift á afborgunartímann og greiðslur því verið jafnháar í hverjum mánuði, allan lánstímann. Höfuðstóll lánanna hefur því ekki byrjað að lækka að ráði, fyrr en á seinni helmingi lánstímans og eignamyndun því verið lítil fyrri helminginn af tímanum. Verðbætur hafa síðan bæst við höfuðstólinn, sem flestir virðast halda að sé ástæðan fyrir því að lánin lækka lítið, en það er alls ekki raunin, heldur greiðslufyrirkomulagið.
Ef lánunum verður breytt í óverðtryggð lán, með breytilegum vöxtum og jöfnum afborgunum, munu mánaðargreiðslurnar verða miklu hærri en nú er, framan af lánstímanum, en eignamyndun verður hraðari. Nokkuð víst er, að slík breyting mun ekki verða til að létta greiðslubyrðina, heldur gæti það orðið þvert á móti, þar sem vextir yrðu alltaf miðaðir við að vera hærri en verðbólgan.
Það er ekki allt gull sem glóir. Ekki í þessu tilfelli heldur, því enginn þarf að halda að bankinn ætli að fara að gefa honum stórfé.
Höfuðstóll lána verði lækkaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú gefur þér að lánin verða greidd með jöfnum afborgunum. Hvar kemur það fram að þau verða þannig. Það er hægt að hafa jafngreiðslulán með breytilegum vöxtum.
Mjög líklega verður þetta þannig að grunnvextirnir eru fastir en svo kemur verðbótaþátturinn inn sem er breytilegur. 5.1% vextir + verðbætur vegna verðbólgu = óverðtryggðir vextir því verðbæturnar bætast ekki við höfuðstól.
Ef þú tekur lánið þegar verðbólgan er 10% þá ertu að greiða 15.1% vexti þann mánuð. Í næsta mánuði er verðbólgan 9% og þá ertu að greiða 14.1% vexti o.s.f.
zaxi69 (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 14:00
Það er vel hugsanlegt að þessi leið verði farin, en þá kemur þetta svipað út og með verðtryggðu lánin, því ef engin væri verðbólgan, þá hækkaði höfuðstóll verðtryggða lánsins ekkert og enginn verðbótaþáttur legðist á "óverðtryggða" lánið.
Munurinn yrði aðallega sá, að grunnvextir "óverðtryggða" lánsins yrðu líkast til heldur hærri, en á því verðtryggða.
Axel Jóhann Axelsson, 26.8.2009 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.