Kærir norrænir vinir

"Vinaþjóðir" Íslands, ekki síst á norðurlöndunum keppast við að afneita tengingu aðildarumsóknar Íslands að ESB og afgreiðslu Alþingis á ríkisábyrgð vegna Icesave skulda Landsbankans, en beita síðan öllum brögðum á bak við tjöldin og jafnvel opinberlega, til að herða þumalskrúfuna á Íslendingum.

Fyrir nokkrum dögum bárust þær fréttir að Evrópski fjárfestingabankinn hefði neitað að afgreiða áður lofað lán til Orkuveitu Reykjavíkur til atvinnuuppbyggingar á Reykjanesi og nú tilkynnir Norræni fjárfestingabankinn, að hann sé hættur að lána til framkvæmda á Íslandi.  Þetta eru þó þær lánastofnanir, sem ætla hefði mátt að myndu síðastar allar taka þátt í því efnahagslega stríði, sem Evrópuþjóðirnar heyja núna gegn Íslendingum.

Fulltrúi Norræna fjárfestingabankans er þó það heiðarlegur, að hann segir það umbúðalaust, að þessi ákvörðun bankans sé þáttur í stríðinu, því hann segir að ákvörðunin verði endurskoðuð, samþykki Íslendingar Icesavekúgunarsamninginn.  Áður var ákvörðunin réttlætt með lánatapi NBI til Íslands, en það tap minnkar væntanlega ekkert við það eitt að Ísland skrifi undir uppgjafaskilmála Breta og Hollendinga vegna Icesave.

Ekki ber enn á því aukna trausti á Íslandi, sem Samfylkingin lofaði, með aðildarumsókninni að ESB, einni saman.


mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar eiga sjálfir sök á thví hvernig komid er fyrir theim.  Íslenska thjódin hefur einfaldlega gert í buxurnar.  Eda hverjum er efnahagslegt hrun landsins ad kenna?  Sjálfsgagnrýni er holl í thessu tilviki.

Korri (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 10:09

2 identicon

Thad eru audvitad kjósendur Spillingarflokksins og Framsóknarspillingarinnar sem bera ábyrgd á hruninu.  Mundu:  Sjálfsgagnrýni theirra sem kusu thessa flokka aetti ad vera til stadar.

En audvitad vilja sumir ekki axla ábyrgd á heimsku sinni og thykir audveldara ad blekkja sjálfa sig og kenna ödrum um.  Nefnilega theim sem thurfa ad hreinsa up skítinn.

Korri (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 10:13

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kjósendur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks tóku engan þátt og bera enga sérstaka ábyrgð, umfram aðra kjósendur, á banka- og útrásarrugli, sem framkvæmt var í skjóli laga og reglna sem Íslendingar urðu að taka í sína löggjöf frá ESB, vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu.  Alls staðar í Evrópu giltu sömu lög og reglur um viðskiptamál og öll Evrópa er að súpa seyðið af því, mismikið þó, eftir innræti þeirra manna, sem í þessum geirum störfuðu.  Ríkissjóðir allra Evrópuríkja hafa þurft að ausa ótrúlegum upphæðum inn í sín bankakerfi, til þess að halda þeim gangandi, og þó hafa tugir eða hudruð banka farið á hausinn um alla álfuna, að ekki sé talað um önnur lönd, t.d. Bandaríkin.

Það ber ekki vitni um mikinn manndóm hjá þér og öðru fullorðnu fólki, að grátbiðja aðra að skeina sig, eftir að hafa gert í buxurnar.  Flestir læra það tiltölulega snemma, sem börn, að gera það sjálf.

Axel Jóhann Axelsson, 24.7.2009 kl. 10:24

4 identicon

Ralph J. Marra, Jr, settur ríkissaksóknari, og fulltrúar FBI á fréttamannafundi vegna fjöldahandtakanna. Bara daemi um spillingu stjórnmálamanna:

Ralph J. Marra, Jr, settur ríkissaksóknari, og fulltrúar FBI á fréttamannafundi vegna fjöldahandtakanna. Reuters

Erlent | mbl.is | 24.7.2009 | 06:22

Stjórnmálamenn, þingmenn og rabbíar handteknir

Meira en fjörutíu manns, þar á meðal stjórnmálamenn, embættismenn og nokkrir rabbíar, hafa verið handteknir í viðamikilli aðgerð alríkislögreglunnar, FBI, í Bandaríkjunum.

Þrír bæjarstjórar frá New Jersey ríki og tveir ríkisþingmenn eru í haldi.

Einn maður er ásakaður um ólöglega verslun með nýru frá Ísrael.

Þrjú hundruð alríkislögreglumenn þustu inn á tugi staða í New Jersey og New York og var þetta liður í tíu ára rannsókn á peningaþvætti og spillingu.

Saksóknarar segja að handtökurnar séu þáttur af tvíhliða rannsókn.

Settur ríkissaksóknari, Ralp Marra, sagði við fréttamenn að búið væri að handtaka 29 vegna þeirrar hliðar málsins sem hann kallaði opinbera spillingu, þeirra á meðal væru stjórnmálamennirnir.

Hvað hina hliðina, meint alþjóðlegt peningaþvætti, varðaði sagði hann að fimmtán hefðu verið handteknir, þeirra á meðal rabbíar og samstarfsmenn þeirra.

Einn mannanna er ásakaður um að hafa verslað með nýru frá Ísrael í áratug. Þau voru notuð til líffæraaðgerða.

Því er haldið fram að „viðkvæmt fólk“ sé tilbúið að selja nýra úr sér fyrir tíu þúsund dali en þau eru síðan seld á um 160 þúsund dali.

Embættismenn innan lögreglunnar segja að rannsóknin hafi upphaflega beinst að samskiptaneti sem þeir segja að hafa þvegið tugi milljóna dala gegnum góðgerðasamtök, undir stjórn rabbía í New Jersey og New York.

Rannsóknin var svo víkkuð út í að taka til opinberrar spillingar tengdri uppsveiflu í byggingum í New Jersey.

Marra sagði að svo virtist sem allir hefðu viljað fá bita af kökunni. Spillingin hefði verið víðfeðm og náð djúpt. Fyrir hina grunuðu hefði hún verið lífsstíll.

Fréttaritari BBC sagði að peningaþvættið hefði líklega náð til Bandaríkjanna, Ísrael og Sviss.

Lögreglumaður sem hefur unnið að rannsókn málsins frá upphafi sagði spillinguna í New Jersey vera eina þá verstu, ef ekki þá allra verstu, í Bandaríkjunum. Hún væri orðin hluti af pólitískri menningu í fylkinu.

Annar lögreglumaður sagði:„Ef litið er á listann yfir þá sem við handtókum lítur hann út eins og listi yfir leiðtoga samfélagsins en því miður voru þeir ekki á stjórnarfundi þennan morgun, þeir voru í varðhaldsherbergjum FBI.“

Meira en 130 embættismenn í New Jersey hafa annað hvort játað á sig spillingu eða verið fundnir sekir um hana síðan 2001.

Korri (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 10:30

5 identicon

Hver segir ad ég vilji ad Ísland innlimist í EB?  EB er nefninlega ekki laust vid spillingu.  Best vaeri ad vid yrdum fyrir utan EB....og ég vona sannarlega ad thjódin geti stadid fyrir utan EB. 

Margt tharf thó ad breytast.  T.d tharf thjódin ad losa sig vid kvótakerfid og kjör verkafólks thurfa ad batna til muna.

Korri (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 10:41

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bandaríkjamenn kunna að taka á svona málum og gera það ekki með neinum vettlingatökum.  Vonandi tekur rannsókn Sérstaks saksóknara og annarra rannsakenda ekki of mörg ár og í framhaldi verði allir dæmdir sekir, sem lög hafa brotið, hvort sem það eru banka-, útrásar-, embættis-, stjórnmálamenn, eða aðrir.

Enginn sem tekið hefur þátt í ólöglegu athæfi, sem tengist hruninu, á að sleppa.

Það á hins vegar ekki að vera að bera sakir á aðra, sem ekkert hafa til saka unnið.

Axel Jóhann Axelsson, 24.7.2009 kl. 11:01

7 identicon

Gydingur handtekinn:

An FBI agent arrives with an unidentified suspect in a major ...
AP
Thu Jul 23, 12:35 PM ET
Prev 40 of 47 Next

An FBI agent arrives with an unidentified suspect in a major corruption and international money laundering conspiracy probe Thursday morning, July 23, 2009 at the FBI's Newark, N.J. office.

(AP Photo/Bergen Record, David Bergeland)

Korri (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 11:03

8 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta er hræðsluáróður ríkisstjórnar er hundléleg blaðamennska hjá mogganum, þessi banki hefur ekki lánað okkur peninga síðan 2007

Recent loans

  
 
17 Oct 2007IcelandLandsnet hf.Read more
5 Sep 2007IcelandByggðastofnun (Institute of Regional Development)Read more
3 Jul 2007IcelandLánasjóður sveitarfélaga ohf. (Municipality Credit Iceland).Read more
16 Apr 2007IcelandAkureyri MunicipalityRead more
12 Mar 2007IcelandRARIK ohfRead more
8 Mar 2007IcelandSparisjóður Reykjavíkur og nágrennisRead more

Sjá nánar hér

Sævar Einarsson, 5.8.2009 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband