Ekki samskonar stjórnmálamenn og í þorskastríðunum

Samfylkingin hefur jafnan reynt að koma því inn hjá þjóðinni, að aðildarumsóknin að ESB, ein og sér, muni auka svo traust á Íslandi og Íslendingum, að efnahagurinn fari á fljúgandi siglingu umsvifalaust.  Fremsta tímarit um efnahagsmál í Evrópu fjallar um umsókn Íslands að ESB og virðist ekki sannfært um þessa galdralausn og telur að umheimurinn sé það ekki heldur, að minnsta kosti ekki allur, en í fréttinni segir t.d:  "Þá sé ástand efnahagsmála á Íslandi skelfilegt og þýskir og hollenskir áhrifamenn hafi þegar gefið í skyn að ekki komi til greina að Íslendingar fái aðild að sambandinu fyrr en þeir hafi komið þeim málum ílag."


Össur, utanríkisgrínari, rétti ESB vopnin í sjávarútvegsmálunum upp í hendurnar, með því að lýsa því yfir á Alþingi, að hann vissi vel að Íslendingar myndu ekki fá neinar undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni, enda þyrftu þeir þess ekki, vegna sérstöðu landsins.  Economist er sammála grínaranum um þetta efni, en lítur málið hins vegar allt öðrum augum, eða eins og þar segir:  "Litlar líkur verði að teljast á því því að Íslendingar fái undanþágu frá sjávarútvegsstefnu sambandsins og staðfesta Íslendinga í þorskastríðunum gefi ekki til kynna að þeir muni gefa neitt eftir varðandi yfirráð yfir fiskimiðum sínum."

Þarna skjátlast Economist hrapalega, að minnsta kosti varðandi ráðherra og þingmenn Samfylkingarinnar.

Þjóðin getur ekki þakkað það nógsamlega, að þetta fólk skuli ekki hafa verið við völd í þorskastríðunum.


mbl.is Economist: Líklegt að farið verði að dæmi Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

Sendum Svavar með boð um skaðabætur fyrir þorskastríðið.  það myndi nú aldeilis liðka fyrir, og það án þess að tengjast  ESB umsókninni á nokkurn hátt!  Hann gæti hæglega ljósritað ICESAVE samninginn og tippexað yfir Hollendingana.  Það er að segja ef hann nennir.

Arnmundur Kristinn Jónasson, 23.7.2009 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband