29.6.2009 | 16:32
Geta og skylda er sitthvað
Ríkisábyrgð á Icesave skuldir Landsbankans er ekki spurnig um getu ríkissjóðs til að standa undir hundruðum milljarða skuldbindingum, heldur um skyldu ríkissjóðs til að taka á sig og bera þennan kross.
Margir lögspekingar og aðrir hafa sýnt fram á að í tilskipun ESB um Tryggingasjóð innistæðueigenda er skýrt tekið fram, að slíkir tryggingasjóðir skuli fjármagnaðir af bönkunum sjálfum og að á þeim skuli ekki vera ríkisábyrgð. Bretar og Hollendingar eru að kúga íslensku ríkisstjórnina til þess að ganga miklu lengra en tilskipunin gerir ráð fyrir og slíkar þvinganir og hótanir stærri þjóða, geta Íslendingar ekki látið yfir sig ganga.
Það er svo kapítuli út af fyrir sig, að viðskiptaráðherra þjóðarinnar skuli tala máli kúgaranna og berjast fyrir þeirra málstað, með því að kalla Íslendinga óreiðumenn, sem í engu er treystandi, eingöngu vegna þess að fólk vill réttláta málsmeðferð fyrir dómstólum. Bretar og Hollendingar fengu það sett í samninginn, að Íslendingar afsöluðu sér öllum rétti til að reka þetta mál fyrir dómstólum og er það auðvitað gert vegna þess, að þeir vita sem er, að þeirra málstaður stæðist ekki fyrir dómi.
Ríkisábyrgðin er ekki spurning um getu, heldur um skyldu.
![]() |
Getum staðið við Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
malacai
-
andres
-
annabjorghjartardottir
-
attilla
-
skagstrendingur
-
baldvinj
-
benediktae
-
beggo3
-
h2o
-
bbg
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
siggibragi
-
brandarar
-
deiglan
-
gagnrynandi
-
doggpals
-
ekg
-
elfur
-
eeelle
-
ellamagg
-
elismar
-
evaice
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gunnargunn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gun
-
gudbjorng
-
zumann
-
gudjul
-
gp
-
hreinn23
-
brekkukotsannall
-
gustaf
-
hallarut
-
morgunblogg
-
hannesgi
-
miniar
-
maeglika
-
heimssyn
-
aanana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
minos
-
atvinnulaus
-
daliaa
-
ingvarvalgeirs
-
jakobk
-
fun
-
jennystefania
-
jonsullenberger
-
dondi
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
jonarni
-
jonoskarss
-
jorunnfrimannsdottir
-
kaffistofuumraedan
-
krist
-
kristinn-karl
-
krissiblo
-
kristjan9
-
altice
-
sleggjudomarinn
-
elvira
-
mathieu
-
morgunbladid
-
ninasaem
-
pallru
-
pallvil
-
palmij
-
iceland
-
ragnar73
-
rannsoknarskyrslan
-
redlion
-
seinars
-
fullvalda
-
logos
-
sigrunzanz
-
sigurduringi
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
sisi
-
siggifrikk
-
stebbifr
-
stjornuskodun
-
stormsker
-
saevargudbjornsson
-
athena
-
susannasvava
-
tibsen
-
ubk
-
vala
-
val
-
vestarr
-
postdoc
-
gummih
-
asdisran
-
thjodarsalin
-
mullis
-
sumri
-
t24
-
omarragnarsson
-
umbiroy
-
thjodarheidur
-
thorhallurheimisson
-
flinston
-
diva73
-
thjodarskutan
-
lifsrettur
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
Mars 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skyldan er alveg klár enda aldrei mótmælt af hálfu íslenskra stjórnvalda.
Tilskipun ESB er ekki um Tryggingasjóð innistæðueigenda og í henni kemur hvergi fram að á slíkum sjóði skuli ekki vera ríkisábyrgð. Þessu hafa heldur ekki margir lögspekingar haldið fram heldur eru þeir nánar tiltekið tveir og skrifuðu saman tvær greinar í Morgunblaðið sem ýmsir hafa síðan haldið á lofti.
Arnar (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 16:55
Skyldan er aldeilis ekki klár. Í þessu bloggi er t.d. birtir kaflarnir úr tilskipuninni sem um þetta fjalla.
Þar kemur skýrt fram að ríkisábyrgð skuli ekki vera á tryggingarsjóðunum.
Vegna þessara ákvæða er nú talað um að tilskipunin sé meingölluð og þess vegna vilja Bretar og Hollendingar ekki láta á þetta reyna fyrir dómstólum.
Axel Jóhann Axelsson, 29.6.2009 kl. 17:26
Skrýtin röksemdafærsla hjá Arnari. Hann segir að þar sem hvergi komi fram að það eigi ekki að vera ríkisábyrgð á þessu þá sé sjálfkrafa ríkisábyrgð á þesssu?
Er þá ríkisábyrgð á bílaláninu mínu? Það kemur hvergi fram í samningi mínum við Lýsingu að það sé ekki ríkisábyrgð á því. Svo ef ég get ekki lengur borgað, þá borga skattgreiðendur bara bílinn fyrir mig. Það er flott.
Helgi (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.