Greiðslufall með auknum kostnaði

Hagsmunasamtök heimilanna hefur samþykkt stuðning við "greiðsluverkfall fjölda Íslendinga", án þess að útskýrt sé nánar hvað það þýðir.  Í fréttinni segir að:  "Þátttaka í greiðsluverkfallinu getur auk þess að hætta að greiða af lánum meðal annars falist í að draga greiðslur eða takmarka þær og hvetja til úttekta og flutnings á innistæðum."

Að hætta að greiða af lánum eða takmarka þær, gerir náttúrlega ekkert annað en að auka kostnað skuldarans vegna dráttarvaxta og innheimtukostnaðar.  Þýðir samþykktin að HH ætli að standa á bak við þennan aukna kostnað "fjölda Íslendinga"?  Hvað ef einhver af þessum "fjölda Íslendinga" missir hús sín vegna þessara aðgerða?

Að boða verkfall vegna launadeilna og að hætta að greiða af lánum, er ekki sambærilegt að öðru leyti en því, að menn verða jafnvel blankari við aðgerðirnar, tímabundið vegna verkfallanna en jafnvel til framtíðar vegna greiðslufalls skulda.

Í samþykktinni er hugtökum greinilega ruglað saman, því samþykkt var að setja saman verkfallsstjórn til að stjórna greiðslufallinu.  Nær væri að tala um greiðslufallsstjórn.

Ætlar greiðslufallsstjórnin að loka útibúum banka, eða hvernig á að framfylgja greiðslufallinu?


mbl.is Hagsmunasamtök heimilanna styðja greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú viðurkennir semsagt að sú stefna lánadrottna að bæta innheimtukostnaði á fólk í greiðsluvanda, gerir ekkert nema að auka vandann þannig fólk mun enn síður geta staðið undir skuldbindingum sínum. Ætli lánveitendur muni samþykkja þessi rök? Það hafa þeir ekki gert hingað til.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2009 kl. 12:16

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lánveitendur hafa hingað til ekki gefið mikið eftir í innheimtunni, ef greiðslufall verður af lánum.  Að viðbættum dráttarvöxtum hafa síðan bæst við innheimtukostnaður, lögfræðikostnaður, lögtakskostnaður o.sfrv.  Auðvitað hefur þetta aukið vanda fólks við að standa undir skuldbindingum sínum.

Hvaða rök dregur þú í efa að lánveitendur muni samþykkja?

Ekki er líklegt að nokkuð verði gefið eftir af öllum þessum kostnaði, þó lántakandi fari í "greiðsluverkfall".

Enda er ekkert til sem heitir greiðsluverkfall, það er bara orðskrýpi fyrir greiðslufall.

Axel Jóhann Axelsson, 24.6.2009 kl. 13:18

3 identicon

Hjartanlega sammála þér Axel, þetta kemur bara til með að koma í bakið á fólki!

Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband