Dómstóllinn er víst til

Eiður Guðnason, fyrrverandi pólitíkus og sendiherra, gerir lítið úr fremstu lögspekingum landsins og telur að þeir viti ekki um hvað þeir séu að tala, þegar þeir benda á þá augljósu staðreynd, að lagalegan ágreining eigi að útkljá fyrir dómstólum.

Hann telur að enginn dómstóll sé til, sem geti skorið úr milliríkjadeilum, eins og t.d. ágreiningi um ábyrgð ríkisins á Icesave innlánum Landsbankans.  Hingað til hefur ekkert skort á að evrópskir dómstólar hafi getað fjallað um og ákært Íslendinga, ef þeir hafa ekki verið nógu fljótir að innleiða allskyns tilskipanir frá ESB.  Í þessu  bloggi  er sýnt fram á að tilskipun ESB um Tryggingasjóð innistæðueigenda gerir ekki ráð fyrir ríkisábyrgðum, enda þyrftu Bretar og Hollendingar þá ekki að kúga Alþingi til að samþykkja ríkisábyrgð núna.

Íslendingar þurfa einungis að hafna ábyrgð á Icesave, umfram ábyrgð tryggingasjóðsins og ef Bretar og Hollendingar sætta sig ekki við það, þá finna þeir réttan dómstól til að reka sín mál fyrir.

Ef þeir lenda í einhverjum vandræðum með að finna dómstól, má benda þeim á, að lögþing ríkissjóðs er á Íslandi og þar er hægt að höfða innheimtumál gegn ríkissjóði eins og öðrum.


mbl.is Eiður: Dómstóllinn ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega, tek undir hvert orð hjá þér.

(IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 11:33

2 identicon

Tvo þarf til að samþykkja dómstól í milliríkjadeilum. Sérðu fyrir þér að Bretar samþykki þína hugmynd? Efast um það.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 12:21

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bretar þurfa fyrst og fremst að kynna sér tilskipun ESB um Tryggingasjóð innistæðueigenda.  Íslendingar þurfa að fella frumvarpið um ríkisábyrgðina, enda ekki gert ráð fyrir henni í tilskipuninni. 

Komist þjóðirnar ekki að samkomulagi um alþjóðlegan dómstól, verða Bretar að höfða innheimtumál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, ef þeir telja sig hafa lögvarða kröfu á hendur íslenska ríkinu.

Deilur um lagaleg rök á að leysa fyrir dómstólum, ekki með kúgun og handrukkun.

Axel Jóhann Axelsson, 23.6.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband