Mótmæli án aðkomu Vinstri grænna

Mesta furða er að nást skuli saman nokkur hundruð manns til mótmæla á virkum degi við Alþingi.  Mótmælin nún snúast um að sýna andstöðu við samkomulag við Breta og Hollendinga um útgreiðslu innistæðna á Icesave-reikningum Landsbankans í löndunum tveim.

Eini skipulagði hópurinn í landinu, sem hefur áratuga reynslu af mótmælum, eru Vinstri grænir, sem hafa á að skipa þrautþjálfuðu liði, sem hægt er að kalla út með stuttum fyrirvara, þegar forysta VG gefur merki þar um.

Ólíklegt er að um veruleg fjöldamótmæli verði að ræða á næstunni, án aðkomu "hers" VG.


mbl.is Berja í búsháhöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snoo Pingas UIC

Hvað hefurðu fyrir þér í því að VG búi yfir slíkum einkaher sem kalla má út með skemmsta fyrirvara?

Snoo Pingas UIC, 8.6.2009 kl. 15:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það sást vel í "Búsáhaldabyltingunni" þar sem Álfheiður Ingadóttir og fleiri þingmenn VG voru í stöðugu sambandi við mótmælendur fyrir framan Alþingishúsið.  Þar fyrir utan voru mótmælaspjöldin geymd á skrifstofu VG, eins og sást á myndum í fjölmiðlum, sem teknar voru þar.

Vinstri grænir og forverar þeirra í Alþýðubandalaginu og þar áður Kommúnistaflokknum, byrjuðu sín mótmæli við inngöngu Íslands í Nato og samninginn um varnarliðið, þannig að þeir hafa áratuga "hefð" til að byggja á.

Axel Jóhann Axelsson, 8.6.2009 kl. 16:03

3 Smámynd: Morten Lange

Ef tíu  hestar eru "rauðir"  eru þá allir hestar eins ?

Morten Lange, 8.6.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband