"Lítillátur" þáttastjórnandi

Ráðstefna á vegum International Press Institute um norræna módelið var handin í Helsinki í gær og stýrðu ýmsir mætir menn pallborðsumræðum á ráðstefnunni.

Egill Helgason, þáttastjórnandi, var á meðal þeirra sem stýrðu pallborðsumræðunum og að hans sögn voru þarna ýmis stórmenni úr fjölmiðlaheiminum, eða eins og hann segir sjálfur í fréttinni:  "Fyrir utan Jim Clancy, sem hefur tekið viðtöl við alla sem máli skipta í heiminum, er þarna einnig maður að nafni Nicolay Muratov sem er ritstjóri Novaya Gazeta sem er eina stjórnarandstöðublaðið í Rússlandi, maður sem er í stöðugri lífshættu. Þá er þarna Hamid Mirr frá Pakistan, eini blaðamaðurinn sem hefur tekið viðtal við Osama bin Laden eftir árásina á tvíburaturnana í New York."

Jim Clancy sem er heimsþekktur fréttamaður og hefur starfað í áratugi á CNN fréttastöðinni, stýrði næstu umræðum á eftir Agli. 

Af alkunnu lítillæti sínu og hógværð segir Egill um sjálfan sig og sína frammistöðu:  "Ég held að ég hafi alveg staðist samanburðinn."

Einhverjir aðrir en Egill, hefðu látið aðra dæma um frammistöðuna.


mbl.is Norræna velferðarkerfið stenst kreppur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Egill er jú "krati,"  og ekki er hægt að ætlast til þess að hann kunni mannasiði.

j.a. (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband