Ótrúleg fréttamennska um kosningar til ESB

Kosnignar til Evrópuþingsins fóru fram um helgina og var kosningaþátttaka sú minnsta frá upphafi, eða aðeins rúm 43% að meðaltali í ESB löndunum.  Áhuginn á Evrópuþinginu er sáralítill, enda Evrópuþingið máttlaus stofnun í regluverki ESB.

Það ótrúlega gerist hér á mbl.is, sem er einlægur aðdáandi ESB, að litlar sem engar fréttir eru fluttar af þessari eindæma lélegu kosningaþátttöku, hvað þá að fjallað sé um ástæðurnar fyrir henni.  Þess í stað er slegið upp frétt af því að lítil þátttaka hafi verið í atkvæðagreiðslu um breytingar á ríkiserfðum í Danmörku.

Kosningarnar um ríkiserfðirnar í Danmörku fóru fram samhliða kosningum til ESB þingsins og var þáttakan í Danmörku 58,7%, sem er miklu betri þátttaka en að meðaltali í ESB ríkjunum.  Þetta verður auðvitað ekki skilið öðruvísi en að mikill áhugi á konungsfjölskyldunni hafi laðað að miklu fleiri kjósendur en ella hefði orðið.

ESB aðdáandi getur varla lagst lægra í fréttaflutningi.


mbl.is Lítil þátttaka í atkvæðagreiðslu um ríkiserfðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Í fréttum BBC af kosningunum er yfirlit fyrir kjörsókn í platkosningum ESB gegnum tíðina:

1979 - 62%
1984 - 59%
1989 - 58%
1994 - 57%
1999 - 50%
2004 - 45%
2009 - 43%

Merkel og Sarkozy tóku þátt í auglýsingum til að örva þátttöku í sínum löndum, í Bretlandi var kosið til sveitarstjórna samtímis, sem líka hefði átt að örva þátttöku eins og þetta með ríkiserfðirnar í Danmörku. Samt er þetta niðurstaðan.

Haraldur Hansson, 8.6.2009 kl. 11:31

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Til að undirstrika það sem sagt var í upphaflegu færslunni í morgun, er rétt að geta þess, að nú þegar klukkan er orðin hálf fimm, hefur ekki orðið vart við eina einustu frétt hér á mbl.is um ESB kosningarnar, hvorki um kjörsókn eða niðurstöður.

Í því ljósi og ekki síður í samhengi við það sem þú skrifar, Haraldur, þá er þetta vægast sagt undarlegt fréttamat hjá ESB aðdáandanum mbl.is

Axel Jóhann Axelsson, 8.6.2009 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband