Ríkisfjármálin í höndum vinnumarkaðarins

Athyglisvert er að nú eru ekki lengur teknar ákvarðanir um ríkisfjármálin í stjórnarráðinu, heldur hefur ríkisvinnuflokkurinn vísað þeim til aðila vinnumarkaðarins til afgreiðslu, eða eins og kemur fram í fréttinni:  "Vinnu viðsemjenda á vinnumarkaði og stjórnvalda að tillögugerð í efnahags- og atvinnumálum er nú lokið og verða þær kynntar innan skamms."

Einnig kemur fram að aðilar vinnumarkaðrins hafa nánast ákveðið hvernig lífeyrissjóðirnir eigi að koma að fjármögnun vinnuaflsfrekra framkvæmda og er undirbúningur hafinn að því að koma ríkisvinnuflokknum að málinu.

Enn athyglisverðara er, að stjórnarandstaðan var boðuð í stjórnarráðið í fyrradag og þar var henni boðið að eiga áheyrnarfulltrúa, sem gætu fylgst með vinnunni í KARPHÚSINU.  Það hlýtur að vera algert einsdæmi, að stjórnendur ríkisins gefi fulltrúum stjórnarandstöðunnar kost á að eiga áheyrnarfulltrúa að samningaviðræðum aðila vinnumarkaðarins.

Gætu Jóhanna og Steingrímur Jong opinberað vandræðagang sinn betur og skýrar?


mbl.is Púslað á öllum vígstöðvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Þetta er rétta leiðin í stöðunni. Samvinna þvert á pólitískar línur og með aðkomu atvinnulífsins.

Þetta hefur gefið góða raun í Reykjavíkurborg þar sem góð samvinna og samstarf hefur verið milli meirihluta og minnihluta - auk þess sem verulegt sparnaðarátak var unnið af starsfólki Reykjavíkurborgar í sérstöku verkefni sem gekk afar vel upp.

Þetta hefur skilað miklum sparnaði og einnig mikilli starfsánægju hjá borgarstarfsmönnum - þrátt fyrir erfiða tíma, mikið álag og lækkun launa!

Hallur Magnússon, 9.6.2009 kl. 10:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að sjálfsögðu þarf víðtækt samráð í þeim erfiðleikum, sem nú er við að glíma.  Það breytir ekki því að allt frumkvæðið kemur frá aðilum vinnumarkaðarins, en ekki ríkisvinnuflokknum.  Í gær sagði Vilhjálmur Egilsson, að samninganefndir aðila vinnumarkaðarins væru langt komnar í viðræðum sín á milli um niðurskurð ríkisfjármálanna.

Það bendir ekki til þess að frumkvæðið komi frá ráðherrunum, miklu frekar að þeir fái að vera með í samráðinu, enda var stjórnarandstöðunni ekki boðið upp á áheyrn hjá öðrum en viðsemjendum í Karphúsinu, eftir því sem þingmaður Borgarahreyfingarinnar upplýsti.

Axel Jóhann Axelsson, 9.6.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband