Alíslensk og ótengd króna í forgjöf

Efnahagskerfið í Lettlandi er við það að hrynja, án þess að Lettneskir bankar séu að fara á hausinn, því allir helstu bankar landsins eru erlendir.  Hrun í Lettlandi getur þó hæglega dregið ýmsa erlenda banka með sér í fallinu.

Munurinn á Íslandi og Lettlandi er ekki síst sá, að Latið er bundið við Evru, en Íslendingar hafa sína krónu blessunarlega lausa við allar Evróputengingar, eða eins og segir í lok fréttarinnar:  "Segir Magnussen að veiking íslensku krónunnar hafi komið sér vel fyrir íslenska útflytjendur. Veiking latsins í Lettlandi myndi að sama skapi styrkja útflutninginn þar í landi en koma sér illa fyrir þá sem skulda í erlendum myntum, þar á meðal lettnesku bankana. Þar sé samlíkingin við Ísland síðastliðið haust."

 Til að vera ekki með óþarfa endurtekningar, vísast í þetta  blogg frá því í gær, um sama mál.

 

 


mbl.is Lettland sem hið nýja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband