Uppgjafa ríkisstjórn

Ríkisstjórnin, eða ríkisvinnuflokkurinn, virðist vera algerlega getulaus í öllum málum, öðrum en skattamálum, en þar eru hækkunarhugmyndirnar óþrjótandi.

Vinnuflokkurinn gat ekki staðið sameinaður að afgreiðslu tillögunnar um aðild að ESB, heldur var því máli vísað til afgreiðslu stjórnarandstöðunnar á Alþingi.

Nú gefst vinnuflokkurinn upp á ríkisfjármálunum og vísar þeim til afgreiðslu aðila vinnumarkaðarnins, eða eins og segir í fréttinni:  "Fram hafi komið á fundinum í morgun, að glíman við ríkisfjármálin væri verkefni af þeirri stærðargráðu að það ynnist ekki án aðkomu aðilavinnumarkaðarins. Sú staða setji mikla ábyrgð á hendur þessum aðilum."

Ekki er nema von að Jóhanna, ríkisverkstjóri, sé nánast í felum og Össur,grínari, á flandri um Evrópu, án þess að nokkur hafi í raun tekið eftir því, að hann hafi skroppið frá.


mbl.is Viðræðum haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú ert greinilega illa upplýstur um gang mála...

Jón Ingi Cæsarsson, 5.6.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Ingi, endilega upplýstu sauðsvartan almúgann um ganginn í málunum.

Axel Jóhann Axelsson, 5.6.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband