Fréttir af fiskum

Það er alveg magnað, að það skuli þykja frétt, þegar fyrsti fiskur er dreginn á land úr hverri einustu ársprænu á landinu, þar sem einhver síli þrífast á annað borð.  Við þetta fá veiðimennirnir sínar fimmtán mínútur af frægð og eru auðvitað geysilega upp með sér.

Síðan er fréttaflutningurinn stöðugur allt sumarið og allir fjölmiðlar keppast við að birta myndir af mönnum og fiskum, hringinn í kringum landið og aflatölum úr hverri á, dembt yfir landsmenn, nánast daglega. 

Skyldu svona ekkifréttir rata í fjölmiðla, annarsstaðar en á Íslandi?

Af hverju eru ekki birtar fréttir af því hve margar golfkúlur eru slegnar daglega, vikulega eða mánaðarlega á hverjum einasta golfvelli landsins?


mbl.is Fyrsti laxinn úr Norðurá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Áhugamaður um lífið og tilveruna" - kjáni

Sveinn (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 09:11

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það þurfa ekki allir að vera áhugamenn um líf og tilveru fiska.

Axel Jóhann Axelsson, 5.6.2009 kl. 09:33

3 identicon

Tjahh.. maður spyr sig afhverju það þurfi að demba yfir mann fréttum af tuðrum er lenda í netum hist og her yfir landið endilangt.

Eða fréttir af eilífum sjálfsmorðsprengjuárásum það er vart fréttnæmt lengur.

Það finnst sumum stórmerkilegar fréttir alveg hreint meðan öðrum finnst það bara alls ekki.

Misjafn er smekkur manna á fréttnæmu efni, eins og öllu öðru.

Björn Arnar Kárason (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 11:32

4 identicon

Axel verðum við ekki að lifa með fjölbreytileika lífsins.  Fólk hefur hin ýmsu áhugamál!  Þú hefur þín í friði.  Veiðiskapur af ýmsu tagi hefur þrifist hér um langa hríð og fjöldi fólks hefur gaman af stangveiði og fréttum af veiðiskap.

Sjálfur var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa ungur að árum (6 ára) komist í sveit fyrir norðan og kynntist þar silungsveiði bæði í sprænum og vötnum þar sem bóndinn á bænum hafði áhuga á slíku þrátt fyrir miklar annir og þrældóm við bústörfin.

Legg til að þú látir fréttir af veiði (eða golfi) þér í léttu rúmi liggja og eyðir ekki tíma og orku í svona nöldur.  Taktu frekar upp bók, t.d. Dalai Lama og róaðu hugann!  

Halli (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 11:40

5 identicon

Hrikalega eru sumir einhvað fúlir á móti... eru menn ekki bara abbó yfir því að búa ekki yfir þeirri getu að sett í góðan lax?  og ég held að menn ættu nú bara að fá sér einn kaldan og hætta að finna einhvað til að tuða yfir og reina að vera svoldið káti :) 

óskar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 12:47

6 identicon

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson
Áhugamaður um lífið og tilveruna.?

forvitinn (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 13:04

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alltaf gaman að renna fyrir lax, en eru ekki fjórar til fimm fréttir, með stuttu millibili í morgun, fullmikil fréttamennska af glímunni við fyrsta laxinn í Norðurá.  Það koma ekki svona margar fréttir, á svo stuttum tíma, af nokkrum öðrum heimsatburði.

Það er varla svo mikil gúrkutíð, að mbl.is geti ekki önglað saman fjölbreyttari fréttum, þó laxinn fái að stökkva aðeins með. 

Veiðimenn mega ekki vera svo ákafir, að þeir detti á bólakaf í hylinn og það með hausinn á undan.

Axel Jóhann Axelsson, 5.6.2009 kl. 13:20

8 identicon

Ja- Allavega virðist Axel og fleiri taka eftir þessum fréttum. Er það ekki tilgangurinn, að ná athygli?

K. Bogi (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 13:52

9 identicon

Ég verð nú að segja að þetta er voðalega lélega skotið hjá þér. Veiði er eitthvað sem að margir hafa áhuga á þó svo að þú hafir farið öfugumeginn framúr í morgun eða sért bara plain fúll á móti þá finnst mér persónulega þetta blogg hjá þér skot langt yfir markið.... en jú hluti af lífi og tilveru (allavega margra íslendinga sérstaklega) er veiði....

Kannski er ráð að hafa fréttir um eitthvað annað einstöku sinnum en volæði skemmdarverk og slæma stöðu íslands í efnahagsmálum.

Ekki gleyma því heldur að þetta er eitt af aðaláhugamálum margra íslendinga..... ég meina það er skrifað um sund, gönguferðir og ýmislegt.... því ekki smá um fyrsta lax sumarsins....

Annars bara til hamingju allir með fallegt veiðisumar :)

Garðar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 13:54

10 identicon

Halló ...70 þús ísl. stunda stangveiði 1 eða oftar yfir sumarið...

Að þú skulir nenna að röfla svona.

Tómas skúlason (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 15:10

11 identicon

Að veiða er ein albesta afslöppun sem ég hef komist í... tæmir einnig hugann fljótar en skugginn hans Lukku Láka að skjóta...

Að fá fréttir af laxi í Norðurá er líka góð tilbreyting frá öllu þessu kreppu og ríkistjórnarvæli ásamt of ýktum sögum af björgunarpökkum sem eiga að gefa landanum vonarglætu áður en bankarnir hirða allt af honum....

Johannes Johannesson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 21:02

12 identicon

Ísland er laxveiði paradís gamli! þetta er lífið ;) Vona að þú hafir ekki gaman af því að lesa fréttir um stríð, nauðganir, pólitík eða eitthvað neikvætt, þú verður nú að taka þig saman í andlitinu kall ;) t.d. fara út að hlaupa :).

Robbi (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 22:13

13 identicon

Já og þarna fékkst þú þínar 15 mín af frægð fyrir arfa slakt blogg og hlítur að vera geysilega upp með þér.

Robbi (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 22:21

14 identicon

Af hverju í anskotanum eru menn að lesa fréttir sem þeir hafa ekki gaman af eða vekja ekki hjá þeim áhuga

Jón (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband