Leikritinu lokið?

Í morgum var fullyrt á þessu bloggi að Kínverjar væru að setja upp smá leikrit, með sendiherrann sinn í aðalhlutverki, til þess eins að skyggja á heimsókn Dalai Lama til Íslands.  Hugsanlega átti leikritið líka að vera áminning til annarra, um að taka ekki of vingjarnlega á móti munknum.

Leikritinu virðist vera lokið í bili, að minnsta kosti, hvort sem annar hluti verður settur á svið síðar.

Það eina óvenjulega við þetta leikrit var það, að aðalleikarinn sást aldrei á sviðinu.

Gagnrýnendur myndu sjálfsagt segja að þessi uppsetning hafi verið óvenjuleg, en þó bráðskemmtileg.


mbl.is Ekki kallaður heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta leikrit sem þú kallar svo var uppsláttur sem fréttastofurnar (aðallega RÚV) gerði og taldi sig vera með "skúbb" ársins.

Fullyrt var aftur og aftur og aftur að þetta væri staðreynd en ekki haft fyrir því að fá það staðfest. 

Leggi til að menn lesi þessa grein hér

Hún segir allt sem segja þarf um þessa fréttamennsku.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 17:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Miðað við framvindu leikverksins myndast sá grunur, að sendiráðið hafi lekið "fréttinni" í fjölmiðlana til að búa til "hasar" sem myndi skyggja á heimsókn Dalai Lama.  Allir vita að Kínverjar eru ekki par hrifnir að því að "fyrirmenni" tali við þann kauða.

Enginn í sendiráðinu lét ná í sig í heilan sólarhring, til þess að kveða niður þennan orðróm, sem bendir til þess að sendiráðið hafi sjálft sett sýninguna á svið.

Axel Jóhann Axelsson, 3.6.2009 kl. 17:48

3 identicon

Sé svo þá eru þeir helvíti lunknir. 

Til að þetta bragð gæti heppnast yfir höfuð þá þurfti grunnhyggna og andvaralausa fréttamenn í lið með sér.

Þeim tókst það svo sannarlega.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 17:56

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég hélt að fjölmiðlar ætluðu að ganga af göflunum. Lítill embættismaður, kínverskur, skrapp heim. Hvernig bregðumst við þegar flensan kemur ?

Finnur Bárðarson, 3.6.2009 kl. 18:20

5 identicon

Kl. 19:00 3. júní 2009 - Kvöldfréttir í Sjónvarpi

Fréttamenn með öndina í hálsinum og mega vart mæla fyrir spenningi yfir því að ekki er ljóst hvort sendiherrann fari eða veri og engar staðfestingar er að fá. Sumsé engin frétt

Samt er lopinn teygður alla leið yfir í viðskiptajöfnuð milli Kína og Íslands.

Hvað er að þessu fólki.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband