Menn eða mýs í seðlabanka?

Í gær var sagt að ákvörðun seðlabankans í dag myndi opinbera hvort menn eða mýs stjórnuðu bankanum.  Nú hefur bankinn ákveðið að lækka stýrivexti aðeins um 1%, þannig að nú eru stýrivextir 12%, sem eru 10-12% hærri vextir en í nokkrum öðrum seðlabanka á vesturlöndum.

Spurningunni um menn eða mýs er fullsvarað.

Hins vegar vaknar spurning um hvort þarna séu ekki frekar rottur á ferðinni, sem eru að naga allt efnahagskerfið í sundur, hratt og örugglega, með skelfilegum afleiðingum.

Eitt er víst, að ekki gerir þessi vaxtaákvörðun neitt annað en að framlengja og dýpka kreppuna.


mbl.is Vextir lækkaðir í 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er að stjórna landinu.....peningastefnunefndin gerir það allavega ekki.  Það er allavega greinilegt að við erum ekki með fólk sem er með bein í nefinu í ríkisstjórn...heldur er gengið lengra og lengra í því að láta AGS skilja eftir sig sviðna jörð.....Ég segi nú bara hvar er Davíð Oddson, mundi vilja fá hann aftur í pólitík....maður sem setti fótinn fyrir dyrnar við AGS og hvað gerist,  maðurinn sem stóð mestan vörð um hag þjóðarinnar.... var hend út úr bankanum af ómálefnalegum ástæðum...það er að heilög Jóhanna fékk ekki að ráða enda á Seðlabankinn að vera sjálfstæður frá pólitískum ákvörðunum.  Með breytingunum sem heilög Jóhanna gerði,  varð bankinn hápólitískur.  Kannski eigum við bara allt vont skilið fyrir að vera svona djöfulli vitlaus.

Sigríður (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 09:18

2 identicon

Þetta er alveg klassísk "umræða". Eina sem okkur vantar er maður sem þorir að storka útlendingunum því þeir vita ekkert hvað þeir eru að gera. Vandi atvinnulífsins er nefnilega ekki f.o.f. háir vextir heldur ónýtur gjaldmiðill -- sem hefur kallað á háa vexti (m.a. á tímum DO bæði í forsætisráðherraembætti og Seðlabanka) -- í bland við ömurlega hagstjórn -- ekki síst eftir kosningar 2003 þegar framsókn og íhald uppfylltu kosningaloforðin um hækkun húsnæðislána og lækkun skatta á tímum þenslu vegna virkjana og einkavæðingar bankanna. Það er ekki nema ein leið til að koma á stöðugum gjaldmiðli, þ.e. að ganga í ESB og tengja okkur við evruna. Þjóðin virðist ekki neitt sérlega spennt fyrir því og verður þess vegna að lifa við afleiðingarnar.

Þeir sem eru farnir að horfa til ára DO með glýju í augum ættu að muna að kallað var á AGS til hjálpar því að Seðlabankinn, sem DO sjórnaðið með harðri hendi, réð ekki við hlutverk sitt. DO lækkaði vextina, það er satt, en það var fullkomlega pópúlísk aðgerð sem bankinn gat ekki staðið við. Bankinn tilkynnti fastgengi sem var fullkomlega pópúlísk aðgerð sem hann hætti við á fyrsta degi. DO getur nefnilega stundum spilað á þjóðina, en hann getur því miður ekki stjórnað heimshagkerfinu -- og reyndar tókst honum hörmulega við stjórn hins íslenska míkróhagkerfis. Við eigum eftir að súpa það seyði í mörg ár enn. Svo megi guð forða okkur frá slíkri sendingu!

GH (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 09:46

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

GH, þú segir t.d:  "Það er ekki nema ein leið til að koma á stöðugum gjaldmiðli, þ.e. að ganga í ESB og tengja okkur við evruna. Þjóðin virðist ekki neitt sérlega spennt fyrir því og verður þess vegna að lifa við afleiðingarnar."

Getur þú nokkuð útskýrt fyrir okkur hvað er að hrjá Eystrasaltslöndin, Rúmeníu, Búlgaríu o.fl., o.fl. ESB lönd, sem eru með tengingu við Evru, eða Evruna sjálfa?

Axel Jóhann Axelsson, 4.6.2009 kl. 09:51

4 identicon

Ég myndi nú frekar taka dæmi af Írlandi, sem sýnir að tenging við evru leysir alls ekki allan efnahagsvanda (austantjaldslöndin eru að glíma við allt annað ástand og eru því ekki sambærileg). Góð hagstjórn er auðvitað skilyrði stöðugleika og tenging við evru tryggir alls ekki góða hagstjórn. En það hefur einfaldlega aldrei verið hægt að stjórna íslensku hagkerfi af neinu viti -- um það vitnar sú staðreynd að íslensk króna var jafngild dönsku krónunni þar til á 3. áratug síðustu aldar, en nú þurfum við að punga út 2315 gömlum krónum fyrir eina danska. Ef stöðugleiki er markmið, með lágum vöxtum, þá þurfum við að kasta krónunni, og það gerist ekki nema með inngöngu í ESB. Ef við viljum halda í sveigjanleika sjálfstæðrar myntar (sem í okkar tilviki felur í sér stöðuga hættu á algeru hruni) þá verðum við að lifa með afleiðingunum -- og ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans er einfaldlega ein af þeim afleiðingum.

GH (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 10:30

5 identicon

Já...heimska íslendinga kostar.  Er thad ekki ágaett ad íslendingar hljóti thá refsingu sem their eiga skilda?

Vid hverju er ad búast thegar thjódin hefur gefid graent ljós á spillinguna í meira en 20 ár?

Kjósendur spillingarflokksins og framsóknar verda ad taka sökina á sig.  Thad voru kjósendur spillingarflokksins og spilltu framsóknar sem kölludu yfir thjódina kvótakerfid sem er nú búid ad rústa efnahag og sidferdi thjódarinnar algerlega.

Ég segi bara:  GOOD LUCK med ad byggja upp efnahaginn og thjódfélagid á theim gerspillta grunni sem kvótakerfid er og theirri fáránlegu adgerd sem 5% árleg fyrning er. 

Framtíd íslands er kolsvört.  Ísland verdur í framtídinni sama skrípólandid sem thad hefur verid sídan ad kvótakerfid var sett á. 

Ad búast vid ad eitthvad lagist eda ad heidarlegt og gott fólk geti hjálpad thjódinni vid slíkar fáránlegar leikreglur og spillingu er hrein heimska.

Nei...Ísland heldur áfram ad vera sjúskad land og ekkert er líklegra en ad efnahagslegt gjaldthrot einstaklinga og fjölskyldna verdi algengara og algengara og baetist ofan á sidferdilegt gjaldthrot thjódarinnar. 

Framtídin:  Gjaldthrot einstaklinga og fyrirtaekja (hefur thegar hafist).  Velferdakerfid hrynur(hefur thegar hafist).  Thorskstofnin gaeti hrunid(hefur thegar hafist).  Fasteignaverd hrynur(hefur thegar hafist). 

Thad virdist vera algerlega ómögulegt ad koma thví inn í hausinn á fólki ad ef eitthvad jákvaett á ad gerast verdur thjódin ad losa sig vid kvótakerfid strax.

Sidferdi thjódarinnar er löngu hrunid.

Svört framtíd Íslands (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband