Logos og útrásarvíkingarnir

Tvær húsleitir á dag hjá Lögmannsstofunni Logos vegna rannsókna tveggja embætta á brotum tengdum viðskiptavinum stofunnar vekja upp ýmsar spurningar um þetta lögfræðifyrirtæki.  Logos hefur unnið mikið fyrir Baugsliðið í gegnum tíðina, eins og sjá má í þessari frétt frá 17/03 s.l.

Tilvitnaða fréttin hér að ofan, endar svona:  "Einn eigenda LOGOS, Erlendur Gíslason, hefur verið skipaður skiptastjóri þrotabús Baugs, en annar lögmaður tengdur LOGOS, Jakob Möller, er aðstoðarmaður við greiðslustöðvun Stoða."

Það verður að teljast með ólíkindum, að lögfræðingar frá þessari stofu skulu vera skipaðir skiptastjórar og aðstoðarmenn við greiðslustöðvun og þrotabú Baugs, þar sem eigendur og fyrirtæki Baugs sæta rannsóknum fyrir stórkostleg efnahagsbrot.  Logos starfaði fyrir Baug, árum saman, og hefur vafalaust aðstoðað fyrirtækjasamsteypuna við að koma fjármálagerningum sínum í sannfærandi umbúðir, sem alls óvíst er að standist skoðun rannsakenda efnahagsbrota.

Raunar komu margir helstu lögfræðingar landsins að Baugsmáli hinu fyrra, eða fyrsta, og einhverjir þeirra gætu lent í rannsókn sjálfir vegna Baugsmála hinna síðari.

Það er a.m.k. ekki útlit fyrir atvinnuleysi hjá rannsóknaraðilium efnahagsbrota á næstu árum.


mbl.is Efnahagsbrotadeild með húsleitir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband