Kvíabryggja með nýendurnýjuð rúm.

Nóg er að gera hjá starfsmönnum sérstaks saksóknara við húsleitir þessa dagana, því í síðustu viku var leitað á tólf stöðum, sem tengjast Ólafi Ólafssyni og í dag enn ein, sem tengist Ólafi og sjeiknum frá Katar.

Geysileg vinna er við að yfirfara öll tölvugögn svona mála, raða þeim upp og vinna úr þeim, vonandi kæru að lokum.  Þrátt fyrir yfirlýsingar Ólafs, um að allt hafi þetta mál verið eðlilegt og heiðarlegt, trúir því enginn maður.  Ef allt hefði verið eðlilegt, hvers vegna þurfti þá lán Kaupþings, til kaupa í sjálfu sér, að fara einn eða tvo hringi í skattaparadísum, áður en aurarnir skiluðu sér aftur inn í Kaupþing í formi hlutabréfakaupa í bankanum.  Sumir vilja reyndar halda því fram, að peningarnir hafi alls ekki skilað sér inn í bankann aftur, heldur hafi þeir orðið um kyrrt í vösum Ólafs og vinar hans, sjeiksins.

Vonandi er þetta ekki eina málið, sem er á þessum skriði í rannsóknarferli hjá saksóknaranum.

Kvíabryggja býr svo vel, að þar eru nýlega endurnýjuð rúm, þannig að sæmilega ætti að fara um útrásarvíkingana. 


mbl.is Húsleit hjá Logos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já þetta með rúmin,á ekki einn fyrrverandi tugthúslimur og núverandi þingmaður allan heiðurinn af því,svaf víst illa þarna,maður hefði nú haldið að það hefði verið samviskan frekar en rúmin... 

zappa (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 14:07

2 identicon

Ef menn þurfa að draga saman seglin og minnka við sig í kreppunni - væri þá ekki Litla-Hraun næsta stig fyrir neðan Miðhraun?

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 14:15

3 identicon

Ólafur virðist vera á beinni leið í fangelsi með hjörð sína - Elton John sleppur vonandi

Stefán (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 14:29

4 identicon

Forstjóri Logos er Gunnar Sturluson Böðvarsson fv.ráðherra. Einkavinur Hannesar Smárasonar og situr í stjórn eignarhaldsfélags í hans eigu. Gunnar á jörðina Hrísdal í Miklaholtshreppi, sem liggur mjög nærri Miðhrauni Ólafs Ólafssonar. Land Hjarðarfells er í milli, þar sem býr móðurbróðir Gunnars. Logos hefur hýst og þjónað fyrirtækjum sjeiksins svokallað og Ólafs Ólafssonar. Skrítið? Þetta er Ísland í dag!

Fortíðardraugur (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 14:35

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nú mun standa yfir húsleit Efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra heima hjá Hannesi Smárasyni, í tengslum við rannsókn á Stoðum hf. (áður FL Group).

Fréttir af þessu hljóta að fara að birtast á mbl.is, með nánari málavöxtum.

Það gæti þurft að fara að skipta um sængurföt á nýlegu rúmunum á Kvíabryggju.

Axel Jóhann Axelsson, 3.6.2009 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband