Nýjir tímar - aftur?

"Nýir tímar boða til mótmæla við Alþingishúsið klukkan 13 á morgun vegna aðgerðarleysis íslenskra stjórnvalda gagnvart stöðu heimilanna í landinu, að því er segir í tilkynningu."

Þetta eru sömu samtökin og efndu til sigurhátíðar þann 30. janúar s.l., þar sem þau töldu markmiðum sínum náð, þ.e. að hræða Smáflokkafylkinguna úr þáverandi ríkisstjórn og ganga til nýrrar með vinstri grænum, eins og sjá má á heimasíðu samtakanna hér

Á milli útifunda voru kröfuspjöld og annað mótmæladót geymt á skrifstofu vinstri grænna, enda stóðu þeir á bak við mótmælin (ásamt fleirum), eins og öllum er kunnugt.  Borgarahreyfingin var hluti þessara mótmælenda, þrátt fyrir að á heimasíðunni megi finna þessa setningu:  "Hjá „Nýjum tímum“ göngum við þvert á allar pólitískar flokkslínur og neitum að vera grundvöllur fyrir pólitískt framapot."

Vonandi verður skrifstofa vinstri grænna opin á morgun, svo mótmælendur geti endurnýtt gamla mótmæladótið, enda er það í takti við vistvæna stefnu vinstri grænna í umhverfismálum.


mbl.is Boðað til mótmæla á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega.  En eru þá þessir mótmælendur aftur gengnir úr VG?

Torfi (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 16:16

2 identicon

Ungliðar VG og flestir flokksmenn brjóta lög og valda skemmdarverkum þegar það er þeim til bóta, sbr hústökufólk.  Nú er þetta fólk að komast fleira og fleira á spena ríkis, gjörsamlega óhæft til flestra starfa.  Borgarahreyfingin er t.d með Birgittu sem þingmann, skammarlegt og vanvirða við Alþingi. 

Auðvitað er reiði í samfélaginu en hvers vegna er ekki hinn heiðvirði maður í forsvari? Af hverju anarkistar, Hörður Torfa og Hallgrímur Helgason?? Þetta eru ekki fulltrúar vinnandi þjóðar. 

Baldur (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 16:22

3 identicon

Uhh... ég veit nú ekki betur en að menn hafi haft einskonar bækistöðvar á kosningaskrifstofu VG á meðan mestu lætin voru.  Kaffi og kleinur fyrir þá duglegustu.  Þar eru einmitt skilti og annar búnaður frá mótmælum til sýnis þessa stundina.  Held að það sé ágætis sönnun. 

Torfi (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 16:32

4 identicon

Nýir tímar eru samtök sem eru óháð og berjast eingöngu fyrir mannréttindum. Við börðumst fyrir breytingum, að ríkisstjórnin viki al. haust, Seðlabankastjóri viki, FME viki og að hér á landi yrði skipuð neyðarstjórn og óháðir erlendir rannsóknaraðilar yrðu kallaðir til að hjálpa okkur enda hafa flestir erlendir kreppuráðgjafar sbr. Robert Albier bent á það að íslensk stjórnvöld sama hver þau eru myndu eingöngu tefja bráðaaðgerðir vegna málalenginga og hefðu enga reynslu til að taka á jafn miklum vanda sem þjóðin stóð og stendur frammi fyrir

Nyir tímar berast fyrir réttlæti og siðferði, eru þverpólitískir, úr öllum stéttum og á öllum aldri.

Anarkistar, Hallgrímur Helga, Hörður Torfa ungir VG, gamlir HR, Borgarahreyfingin hafa ekkert með þessi mótmæli að gera heldur aðeins fólk sem er hugsandi og áhyggjufullt vegna aðgerðarleysis íslenskra stjórnvalda gagnvart stöðu heimilanna.

Hagsmunasamtök heimilanna styðja þessi mótmæli eins og flest önnur samtök og félög.

Hvet ykkur til að reyna að fara að hugsa aðeins út fyrir kassann.

Það er til fólk sem er hugsandi hér á landi og lætur það sig varða ef heimili landsins eru að brenna upp án þess að vera flokksdindlar einhvers stjórnmálaflokks!

Sigurlaug (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 16:37

5 identicon

Býst við að þetta verði 2 Sjálfstæðismenn og ein Framsóknarkona plús nokkrir aðrir fjárglæframenn.

Steinn Magnússon (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 16:41

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Andri:  Ég fylgdist mjög vel með þróun mótmælanna s.l. vetur og tel mig þekkja þá sögu sæmilega, þannig að við getum sparað kaffið.  Takk samt.

Sigurlaug:  Þessi mótmæli eru auglýst í nafni "Nýrra tíma" og á heimasíðunni má sjá að þar var vettvangur mótmælenda s.l. vetur og bæði auglýstir mótmælafundirnir og "sigurhátíðin".  Hvernig er þá hægt að mótmæla því að sömu aðilar standi að þessum nýju mótmælum.  Í mínum pistli var hvergi verið að mótmæla þessum mótmælafundi, heldur hefur aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar marg oft verið gagnrýnt.  Þetta gætir þú séð, ef þú flettir þessum pistlum aftur í tímann.  Ég hef, sá flokksdindill sem ég er, miklar áhyggjur af efnahagsástandi þjóðarinnar og þeirra heimila, sem yfirskuldsettu sig í "lánærinu".

Burtséð frá þessu öllu, er það hárrétt sem Torfi segir hér að framan um mótmælakaffið og -spjöldin.  Það sýnir að VG tók fullar þátt í mótmælunum síðasta vetur, þar með taldir nokkrir þingmenn flokksins.

Að lokum tek ég undir mótmælin gegn núverandi ríkisstjórn:  VANHÆF RÍKISSTJÓRN

Axel Jóhann Axelsson, 7.5.2009 kl. 16:56

7 Smámynd: Johann Trast Palmason

það er fínt að vinstri grænir hafi safnað mótmæla skyltum og öðru i sambandi við þessi mótmæli og hafi þaug til sýnis. Og það er er líka ok að þú sem bloggari semjir samsæriskenningar og hagræðir sannleikanum eins og sannur sjalfstæðismaður.

Sem einn að aðstandendum Nýrra Tíma frá fyrri mótmælum gegn stjórn sjálfstæðismanna var ég sjalfur flokksbundin sjálfstæðismaður ásamt einum öðrum restin var meir og minna hliðholl samfylkinguni og var áhveðið að vera óflokkspólitisk og man ég eftir að allri aðstoð og styrkjum frá flokkum var hafnað til að einmitt vera ekki flokkpolitisk því þetta voru mótmæli allra og ekki malið að lata stjórnmál aðskylja sig. Aldrei man ég eftir áhuga vinstri grænna en ég man eftir áhuga frjalslyndaflokksins. Sjalfur hvatti ég fólk á bloggsíðu minni hér a mbl að kjosa vinstri græna frjalslynda og borgaraflokkin og það til að sýna ríkjandi öflum andstöðum það er besta leiðin tel ég þá að kjósa annað.

Þeir sem dreifu mótmælaspjöldunum var annar grasrótarhópur en ekki nýir tímar og veit eg ekki hverjir þeir eru einu einu sinni en þó tengdist eða reindu nýir tímar að tengjast hinum ýmsu grasrótar hópum undir restina og virka sem þak þvi sameinuð stöndum vér.

Nýir tímar stóðu upp vegna misboðinnar réttlætiskendar gagnvart heimilina í landinu og því óréttlæti sem var yfirfært á fólk en ekki fyrir pólitískar skoðanir flokkanna enda voru skoðanir meðlimana pólitiskt jafn margar og þeir voru og má sjá að þeir eru jafn dreifðir í dag milli flokkana.

Besta svarið við þessum fullyrðingum þínum sem ekki eiga nein rök fyrir sér í raunveruleikanum er einmitt að nýir tímar eru að boða til mótmæla enn einu sinni vegna særðar réttlætiskendar og standa upp fyrir heimilin í landinu og núna gegn vinstri grænum.

Akkurat sú aðstaða ætti að vera sjálfstæðismönnum ásamt öðrum stjórnarandstæðu mönnum mikið fagnaðarefni ásamt möguleika á pólitisku tækifæri og sína einmitt frammá það að nýir tímar  eru og voru óflokkspólitísk.

Það nefnilega finnst meira i lífinu en pólitik.

Kannaðu bara málið sjálfur í stað þess að kasta fram slíkum staðhæfingum að jafn ílla athuguðu máli opinberlega, sérstaklega ef þú villt að fólk taki þig alvarlega.

Johann Trast Palmason, 7.5.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband