Dómínóáhrif

Spá seðlabankans um lækkun íbúðaverðs getur haft víðtæk dómínóáhrif, því enginn mun vilja kaupa íbúð næstu tvö ár, en mjög margir munu reyna að selja sem fyrst, þ.e. áður en verðið lækkar meira.  Þeir, sem búa í yfirveðsettum íbúðum, munu auðvitað ekki geta selt og búa því í þeim áfram, en aðrir, sem t.d. vildu minnka við sig munu reyna að selja, leigja svo um tíma og kaupa aftur þegar verð lækkar.

Þannig getur skapast ákveðinn vítahringur á fasteignamarkaði, sem slíkir spádómar ýta undir.  Hitt er auðvitað rétt, að fasteignaverð var komið langt út fyrir öll vitræn mörk, því á tímabili hækkaði íbúðaverð um 40% á sama tíma og byggingavísitala hækkaði um 4%.  Á því tímabili yfirbuðu fasteignakaupendur hvorn annan eins og verið væri að bjóða í síðustu fölu fasteignina í landinu. 

Nú er sú bóla sprungin og þeir sem hæst spenntu bogann sitja í súpunni um tíma, en allt mun þetta jafna sig aftur eftir nokkur ár, þegar eðlilegt ástand kemst á aftur.

Framundan gæti verið verðhjöðnun og þá munu verðtryggðu lánin fara að lækkandi, sem kemur aðeins upp á móti lækkandi verði.


mbl.is 46% raunlækkun fasteigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband