Þumalskrúfa á ríkisstjórnina

Samkvæmt Peningamálum seðlabankans eru stýrivextir aðeins lækkaðir um 2,5% núna til að setja þrýsting á ríkisstjórnina um verulegan niðurskurð ríkisútgjalda núna strax og ekki síður á næstu þrem árum.  Þó það sé ekki nefnt beinum orðum, þarf þessi niðurskurður að vera "blóðugur" og nema a.m.k. 60 milljörðum króna á ári, fram til 2013.

Í Peningamálum kemur fram að:  "Peningastefnunefndin gerir einnig ráð fyrir að aðhald í ríkisfjármálum verði aukið í sumar. Gert er ráð fyrir verulegum niðurskurði útgjalda hins opinbera og að skattar verði hækkaðir, auk annarra tekjuaukandi aðgerða sem kæmu til framkvæmda í áföngum fram til ársins 2011. Gert er ráð fyrir að jöfnuður náist í rekstri ríkisins árið 2012 og að þannig skapist forsendur fyrir hægfara lækkun skulda ríkissjóðs."

Til að gulltryggja, að ríkisstjórnin skilji hvað bankinn (og AGS) eru að meina, er hnykkt á með því, sem bæði getur hljómað sem loforð og hótun:  "Verði gengisþróun krónunnar og aðgerðir í fjármálum hins opinbera eins og nú er gert ráð fyrir, væntir peningastefnunefndin þess að stýrivextir verði lækkaðir umtalsvert til viðbótar eftir fund nefndarinnar í júní, enda verði þá komin til framkvæmda fleiri skref í efnahagsáætluninni. Eftir það gerir nefndin ráð fyrir hægari lækkun stýrivaxta."

Í stjórnarmyndunarviðræðunum hefur fólk verið látið halda að ESB málið hefði verið að vefjast fyrir, en það er eingöngu blekking.  Tíminn hefur farið í að uppfylla skilyrði AGS og það hefur staðið í flokkunum.

Þegar stjórnarsáttmálinn verður kynntur um helgina, mun þetta koma í ljós.


mbl.is Umtalsverð vaxtalækkun í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband