Væskislegt

Ekki var við að búast, að Peningastefnunefnd og norski förusveinninn í seðlabankanum, hefðu dug og þor til að lækka stýrivextina jafn mikið og þurft hefði.  Miðað við 13% stýrivexti eru raunvextir ennþá 11,6%, því verðbólgan er ekki nema 1,4% núna.  Áður en Alþjóðagjaldeyrisstjóðurinn, sem stjórnvöld fela sig á bak við í þessu efni, kom hér að málum voru stýrivextir komnir niður í 12% og þótti mönnum þá nóg um.

Eftir hrunið voru stýrivextir hækkaðir upp í 18%, þegar engin rök voru fyrir slíku, því eðlileg viðbrögð við kreppunni hefðu átt að vera skörp lækkun stýrivaxta, en ekki hækkun.  Allir seðlabankar, annarsstaðar en hér, hafa verið að lækka sína vexti, sem viðbrögð við kreppunni og eru stýrivextir annarra seðlabanka á bilinu 0,5-2%. 

Furðulegt er, ef menn álíta að hér á landi gildi einhver önnur hagfræðilögmál en annarsstaðar í heiminum.  Með þessari stefnu í vaxtamálum og vinstri stjórn í landinu, mun kreppan verða lengri og dýpri, en hún annars hefði orðið.

Allt útlit er fyrir að í haust muni seðlabankinn þurfa að grípa til seðlaprentunar til þess að reyna að koma efnahagslífinu upp úr þeirri verðhjöðnun, sem nú er útlit fyrir að taki við og er enn bölvaðri en verðbólgan.

Það er eins og allt sé reynt til að gera ástandið verra.

 


mbl.is Stýrivextir lækka í 13%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband