Vanhæf ríkisstjórn

Alveg er makalaust ef ríkisstjórnarflokkunum dettur í alvöru í hug að skjóta því til stjórnarandstöðunnar hvort sækja á um aðild að ESB, eða ekki.  Ekkert lýsir vanhæfi þessarar stjórnar betur, ef satt er að hún sé "sammála um að vera ósammála" í þessu eina kosningamáli Smáflokkafylkingarinnar.

Ef leggja á þingsályktunartillögu fyrir Alþingi, hver á þá að semja tillöguna?  Á hún að vera svo almenn, að ekki kæmu fram í henni samningsmarkmiðin?  Á að reyna að fá stjórnarandstöðuna til að skrifa upp á tillöguna fyrirfram, eða á bara að vonast til að hún samþykki hvaða tillögu, sem Smáflokkafylkingunni dytti í hug að leggja fram?  Þetta er í raun svo fáráðnleg hugmynd frá stjórnarflokkunum, að varla er eyðandi tíma í að fjalla um þessa vitleysu.

Sjálfstæðisflokkurinn telur aðild að ESB þjóni ekki hagsmunum Íslands núna, Framsókn vill umsókn með svo ströngum skilyrðum, að engar líkur eru til að samningar næðust, Borgarahreyfingin hefur enga stefnu í málinu, en sumir þingmenn hennar hafa sagt að þeir væru til í aðildarviðræður, rétt til að sjá hvað út úr þeim kæmi og VG er algerlega andvígt aðildarviðræðum.  Smáflokkafylkingin ein vill fara í skylyrðislausar aðildarviðræður og það strax, væntanlega án nokkurs undirbúnings, eða samningsmarkmiða. 

Alþingi verður að athlægi um víða veröld, þegar stjórnarflokkarnir fara að rífast sín á milli um þetta mál á Alþingi.  Ríkisstjónin er að sýna það sem áður var reyndar vitað, þ.e. að þetta er VANHÆF RÍKISSTJÓRN.

Skyldu Vinstri grænir beita málþófi, til að koma í veg fyrir samþykkt þingsályktunartillögunnar?

 


mbl.is Kemur ekki til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ef máli er skotið til Alþingis er ekki verið að skjóta því til minnihluta þar heldur Alþingis í heild, þetta hélt ég að flestir gætu skilið. Var það ekki krafan í vetur, ég held flestra sem til máls tóku á Austurvelli, að efla Alþingi, löggjafarvaldið gegn framkvæmdavaldinu, ríkisstjórn. Það er ekki langt síðan ég fór að blogga og eftir að ég fór að fylgjast með því sem þar er skrifað hef ég satt best að segja  orðið fyrir mjög miklum vonbrigðum að sjá þann blæ sem er á flestu sem þar kemur fram. Allt of margir eru í bölmóði og röfli, ekkert nema neikvætt nöldur þegar þörfin er mest að þessi þjóð sýni samtakamátt sinn og hefji sig yfir dægurþrasið. En líklega ert þú einn af þessum forhertu Sjálfstæðismönnum sem sjá ekki blett eða hrukku á eigin skinni en kenna öðrum um allar ófarirnar, fjármálahrunið sl. haust, ekki vottur af auðmýkt eða lítillæti, vaðið áfram af gömlu íhaldsfrekjunni. Það sést best á því að þú telur að ríkisstjórn, sem ekki hefur verið mynduð, sé VANHÆF RÍKISSTJÓRN eins og þú segir. Þetta kalla ég að sjá í gegnum holt og hæðir en ekki er þar litið í eigin barm.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 5.5.2009 kl. 16:31

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ríkisstjórn, sem ekki nær samkomulagi um ákveðið mál og er reyndar algerlega á öndverðum meiði um það, annar flokkurinn með, en hinn á móti, ætlar að láta Alþingi skera úr ágreiningi sínum, hlýtur að vera að skjóta málinu til úrlausnar stjórnarandstöðunnar.  Það þýðir það eitt, að ríkisstjórnin ætlast til að stjórnarandstaðan skeri sig úr snörunni.  Það hljóta allir að sjá.

Jóhanna, ríkisverkstjóri, hefur marg sagt að ekkert liggi á að ganga frá nýjum stjórnarsáttmála vegna þess að það sé starfandi ríkisstjórn í landinu, sem ætli að halda áfram, þ.e sama ríkisstjórn, með endurnýjaðan sáttmála.  Vegna aumingjaskapar ríkisstjórnarinnar í ESB málinu var sagt að núverandi (og væntanlega óbreytt stjórn) sé VANHÆF RÍKISSTJÓRN.

Það þarf ekki forherta Sjálfstæðismenn, sem vaða áfram af gömlu íhaldsfrekjunni, til að sjá það.

Þú, Sigurður, skammast yfir þeim blæ, sem þér finnst vera á mörgum bloggsíðum.  Miðað við orðalagið á þessari færslu þinni, er greinilega ekkert verið að líta í eigin barm í þeim efnum.

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2009 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband