ESB OG SMF

Smáflokkafylkingin (SMF) boðar að allar þrautir íslensku þjóðarinnar muni linast, eins og hendi væri veifað, með því einu að sækja um aðild að ESB.  Aldrei er reynt að útskýra hvernig það myndi leysa erfiðleika þjóðarbúsins, aðeins sagt að þannig myndi þjóðin eiga auðveldara með að afla lánsfjár á meginlandinu.  Framvegis verður ekki spurt um aðild að ESB, við mat á lánshæfi þjóða, heldur verður tekið mið af getunni til að endurgreiða lánin, því fjárglæfraruglið í liðnum "lánærum" heyrir sögunni til og mun ekki endurtaka sig næstu áratugina.

Ekki hrundi allt bankakerfið á Spáni í fjármálakreppunni og þeir eru aðilar að ESB.  Svona líta nýjustu fréttir út þaðan:

"Spánverjar fóru að finna verulega fyrir kreppunni í lok árs 2008 og er þetta í fyrsta skipti í 15 ár sem hagkerfi þeirra skreppur svo mikið saman. Atvinnuleysi á Spáni hefur nú náð 17% og hefur þannig næstum tvöfaldast á síðastliðnu ári svo fjórar milljónir Spánverja hafa nú enga vinnu." 

Samskonar fréttir birtast daglega frá öðrum ESB löndum, t.d. Bretlandi, Írlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki, Ungverjalandi, Póllandi, Lettlandi o.s.frv., o.s.frv.  Á þessar staðreyndir er aldrei bent í áróðri Smáflokkafylkingarinnar fyrir inngöngu í bandalagið.  Er ekki kominn tími til að fara að segja þjóðinni satt?

Hér á landi er Sjálfstæðisflokknum kennt um allt sem miður hefur farið. 

Varla hefur hann haft svona gríðarlega mikil áhrif í ESB, að þar sé allt að fara á hvolf líka.

 


mbl.is Spánn veitir 14 milljarða til smáfyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Axel. Öll lönd í heiminum glíma við efnahagserfiðleika, því neitar enginn.

Munurinn á milli ESB landa og Íslands er þó sá að hér fór hagkerfið á hausinn fyrir hálfu ári síðan, gjaldmiðillinn féll um 50-100% gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verðbólgan rauk upp og stýrivextir eru þeir hæðsu í heimi. Ofan í þetta glíma svo íslensku fyrirtækin við þessa alehimskreppu sem riðið hefur yfir heimsbyggðina.

Hugsaðu þér, Evrópulöndin kvarta þrátt fyrir að undantaldir þættir hafa ekki átt sér stað. Hvernig eru þá íslensku fyrirtækin stödd í dag?? 

Finnst heilaþvegnir Sjálfstæðismenn oft gleyma þessum staðreyndum.  Eru menn alveg blindir ???

Sigmar S. (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 15:09

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigmar, það verður að viðurkennast að ekki er víst að heilaþveginn Sjálfstæðismaður skilji svar þitt, því vægast sagt er það þokukennt.

Þú segir að hagkerfið hafi ekki farið á hausinn í ESB, en samt eigi þau við sömu vandamál að glíma og Ísland, væntanlega fyrir utan gengisfallið.  Það verður að taka undir þá spurningu þína um hvers vegna ástandið sé þá svona innan ESB.

Evran er einmitt hluti af vandamáli margra ESB landa, því fasta gengið gerir það að verkum að eitt af fáum ráðum, sem fyrirtækin hafa er að draga saman seglin og segja upp starfsfólki.  Þess vegna er viðvarandi atvinnuleysi í ESB löndunum alltaf margfalt á við það, sem það er á Íslandi, við "eðlilegar" aðstæður.

Heilaþvegnir og blindir Smáflokkafylkingarmenn vilja ekki, eða geta ekki, rætt þessi ESB mál með rökum.

Það er auðvitað þeirra vandamál, en ekki annarra.

Axel Jóhann Axelsson, 24.4.2009 kl. 15:19

3 identicon

Það er ágætt að skoða heildarmyndina þegar Ísland er borið saman við ESB-lönd. Samkvæmt þessari frétt var fyrsti bankinn tekinn yfir á Spáni fyrir mánuði síðan. Á Íslandi hrundu allar fjármálastofnanir. Verðtryggingarófreskjan gengur ekki laus á Spáni.

Atvinnuleysi er um 10% hér og stefnir í mun hærra, væntanlega náum við Spáni fljótlega að öllu óbreyttu.

Síðan hefur alltaf verið það sem ég vil kalla fölsk atvinna hér á landi, þ.e. mikið af störfum sem skapa engin verðmæti og eru í mörgum tilfellum baggi á þjóðarbúinu.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 10:19

4 identicon

Gleymdi tilvísuninni á fréttina. Hún er hér.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband