Siv og trúnaðurinn

Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður, kemur út af fundi utanríkismálanefndar og segir að sér hafi verið sögð leyndarmál, afar spennandi, en hún hafi lofað að segja engum frá þeim, eða eins og segir í fréttinni:

"Nefndarmenn mega ekki tjá sig um gögnin. Atburðarrásin sé ævintýralegri en hún hafi nokkurn tímann ímyndað sér og hún sé slegin yfir þeim upplýsingum sem hafi komið fram. Málið hafi þó ekki skýrst mikið."

Þetta er allt nokkuð undarlegt, hún má ekki segja frá því að atburðarrásin hafi verið ævintýraleg, en segir það samt.  Svo tekur hún fram að málið hafi þó ekki skýrst mikið.  Er hægt að segja meira, án þess að segja nokkuð?  Er hægt að vera lágkúrulegri í málflutningi, en þetta?  Annað hvort segir hún frá því sem hún veit og þá alla söguna, eða hún segir bara alls ekki neitt.  Hún á ekki að segja að hún viti nú ýmislegt, sem aðrir vita ekki hvort er gott eða slæmt, án þess að útskýra málið nánar.

Árni Þór Sigurðsson, formaður Utanríkisnefndar, segir í sömu frétt að gögnin verði "sjálfsagt" birt í haust. 

Sennileg á þetta að vera dæmi um opna og gagnsæja stjórnsýslu, sem boðuð var af núverandi ríkisstjórn.


mbl.is Siv segir atburði ævintýralega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Var einmitt að spá í þetta sama. AFHVERJU var hún að koma fram í viðtali, til að segja ekki neitt. Mema þá helst að ýta undir einhvern æsing í kring um þetta. Og svona til að láta líta út eins og hún hafi alltaf vitað þetta, hefði sagt það.

Ef ég færi á fund þar sem borin væru fram trúnaðagögn, og ég sérstaklega minntur á það að segja ekkert um fundinn, þá myndi ég ekki byrja á því að blaðra í mikrafón hjá einhverjum fréttamanni, umefnið sem var til umræðu á fundinum.

Dexter Morgan, 24.4.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband