Sjálfstæðismenn standi saman

Á morgun rennur upp sú stóra stund, að fram fer raunveruleg skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna í landinu.  Útlit er fyrir að nokkur hluti Sjálfstæðismanna ætli að sitja heima, eða, svo ótrúlegt sem það er, hugsi sér að kjósa VG, til að refsa Sjálfstæðisflokknum fyrir það sem aflaga hefur farið í þjóðfélaginu.  Jafnt vilja menn refsa flokknum fyrir það sem hann hefði getað gert betur og ekki síður fyrir það, sem hann gat alls ekki haft stjórn á.  Sjállfstæðisflokkurinn hafði ekki stjórn á þeim fjárglæframönnum í bönkunum og "útrásinni" sem með afglöpum, jafnvel glæpum, sínum settu þjóðina í þá stöðu, sem hún nú er í.

Í féttinni segir m.a:

"Einar Mar segir að þótt það sé vinstri sveifla bendi ennfremur margt til þess að kjósendur séu einfaldlega að refsa Sjálfstæðisflokknum. Hann hafi lent í ólgusjó vegna skandala en þar beri hæst styrkjamálið, orka flokksforystunnar hafi farið í að svara fyrir það og hún hafi því haft minna svigrúm til að kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar."

Sjálfstæðismenn, látum ekki gremju í garð flokksins verða til þess að VG hrósi stórum sigri í þessum kosningum.  Sjálfstæðismenn geta ekki látið henda sig að gera þann öfgaflokk, sem VG er, framlengja kreppuna í landinu um langan tíma, með andstöðu sinni við alla nýja uppbyggingu atvinnulífsins og ríkisvæðingu stórs hluta þess sem ennþá er í rekstri.

Sigur vinstri flokkanna í þessum kosningum væri slíkt slys fyrir þjóðina, að Sjálfstæðismenn geta ekki , samvisku sinnar vegna, stuðlað að slíku.


mbl.is Sögulegar kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theo

Já standið saman og verið heima á kjördag, gerið okkur hinum þann góða greiða

Theo, 24.4.2009 kl. 16:14

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Theodór, það eru einmitt menn eins og þú og þínir líkar, með svipaðar (sumir verri, reyndar) öfgaskoðanir, sem verða til þess að þjappa Sjálfstæðismönnum enn betur saman á kjördag.

Axel Jóhann Axelsson, 24.4.2009 kl. 16:23

3 identicon

Veistu hvað fólk ræðir um í DAG?   Aðalumræður þessa daganna er af hverju fólk kýs sjálfstæðisflokkinn. Hvaða siðblinda það er sem veldur því að (sumt) fólk vill fá þetta pakk og hyski yfir sig að nýju? Jú kannski er það að sumir eru svo leiðitamir, áhrifagjarnir og hræðilega skammsýnir.  Það eru þúsundir íslendinga sem sitja uppi með sárt ennið, eru að missa hýbýli sín og sumir búnir að því, og búnir að missa vinnuna,  AF ÞVÍ AÐ ÞETTA PAKK VANN EKKI VINNUNA SÍNA.  Þessi  rusllýður sem átti að stjórna en var ekki hæfur til þess.  Sveiattan !

Sigurður Þórarinsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 16:26

4 identicon

Þú ættir að skammst þín!

Að ætla þér að kjósa yfir þjóðina þetta spillta eiginhagsmunalið sem hefur rústað landinu í félagi við útrásarvíkingana sem voru búnir að kaupa sjálfstæðismenn með milljónum og milljónatugum.

Svei þér!

Einar (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 16:33

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, það er einmitt svona orðbragð, sem var verið að vitna til í fyrra svari.  Í upphaflegu færslunni sagði m.a:

"Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekki stjórn á þeim fjárglæframönnum í bönkunum og "útrásinni" sem með afglöpum, jafnvel glæpum, sínum settu þjóðina í þá stöðu, sem hún nú er í."

Ef þú þurrkaðir leðjuna úr augunum, gætir þú hugsanlega lesið (og skilið) um heimskreppuna og hvað er talið hafa valdið henni.  Þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið öflugur, stjórnaði hann ekki efnahagskerfi heimsins. 

Þessi málflutningur þinn og orðaval, lýsir aðeins sjálfum þér og þínu innræti, en segir ekkert um heiðarlegt sjálfstæðisfólk. 

Axel Jóhann Axelsson, 24.4.2009 kl. 16:38

6 identicon

Vinstrimenn segja að hrunið sé uppfinning Framsóknar og Sjálfstæðiflokks, (og sennielga kreppan í USA líka).  Þvílíkir fávitar þessir vinstrimenn.

En hvað með hrunið sem er að verða að veruleika í Bretlandi?  Er það ekki systurflokkur Samfylkingarinanr, Labour, sem hefur verið við stjórn þar í 12 ár?  Vinstrimenn væru nú svo sem nógu vitlausir að kenna Sjálfstæðismönnum um hrunið þar í landi.

Hermann Þorsteinsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 16:56

7 identicon

Hingað til hafa kosningaloforð verið einkennismerki sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar. Ég dæmi flokka af verkum fortíðar en ekki loforðum framtíðar.

Í dag er hræðsluáróður einkennismerki sjálfstæðisflokksins. Hver kaupir hræðsluáróður frá flokknum sem var leiðandi í ríkisstjórn í "góðærinu" og þangað til hrunið dundi yfir okkur??

Ég endurtek: Ég dæmi flokka af verkum fortíðar!

JC (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 17:21

8 identicon

Hvernig geturðu tekið upp hanskann fyrir mennina sem eru búnir að fara svona með landið okkar. Sjálfstæðisflokkurinn bjó til það umhverfi sem gerði þessum útrásarvíkingum kleyt að mergsjúga allan auð frá þjóðinni. Svo má heldur ekki gleyma því að misskipting auðs hefur aldrei verið meiri en í tíð Sjálfstæðisflokksins og allt góðærið svokallaða tekið að láni á okurvöxtum sem ekki bara við þurfum að borga, heldur börnin okkar og barnabörn. Sjálfstæðisflokkurinn er hagsmunasamtök 600 ofurríkra fjölskyldna.  Svo hugsar flokkurinn um ekkert annað en að handfæra fé milli stétta, frá þeim sem eru með lágar tekjur og millitekjur til þeirra sem eru með háar tekjur og ofurtekjur. Ég skil ekki þann mann sem getur heiðarleika síns vegna kosið flokk sem er jafn gerspilltur og Sjálfstæðisflokkurinn og nægir að nefna allar mannaráðningarnar og einkavinavæðinguna. Þessi flokkur hefur hyglað mönnum þannig að þeir hafa getað labbað út úr sameiginlegum sjóðum þessa lands með rassgatið fullt af fé. Svo er annað sem er undarlegt. Það virðist vera þannig með þennan flokk að allir tala sömu röddinni jafnt í erfiðum málum sem auðveldum. Ef forystan segir eitthvað þá taka undirlægjur flokksins það upp og tyggja sömu vitleysuna hvort sem þau eru sammála eða ekki. Ég hef litið á þetta sem ákveðna geðveilu, eða Stokkhólms heilkennið, þ.e. þegar undirlægjan er farin að elska kvalara sinn og fara í einu og öllu eftir vilja hans. Ég vorkenni fólki sem er svo fast í fjötrum þessa flokks að ætla meria að segja að kjósa flokkinn þó svo hann hafi sett landið á hausinn.

Valsól (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 17:39

9 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Nú gráta níðingarnir... að blanda heimskreppunni inn í þetta er hláleg nauðvörn útbrunninna hugsjóna. Það er engin afsökun fyrir því að kjósa FLokkinn í dag, grímurnar eru allar fallnar, kolsvart hjartað slær eins og snjótittlingi í brúnblettóttum buxunum, vöfðum um hælana.

Það sem út af stendur er að komast eftir er hversu stór hluti kjósenda sjálfslæðisfokksins eru í þessu til að halda taki á einhverjum anga arðránsskrímslisins og hversu stór hluti stýrist af þrælslund og blindu. 

Rúnar Þór Þórarinsson, 24.4.2009 kl. 17:40

10 identicon

 Bið afsökunar á að hafa kannski gengið aðeins of langt í málflutningi mínum, stundum hleypur kappið meða mann. En eftir að hafa lesið yfir athugasemdirnar hérna við þessa færslu langar mig bara að segja að þú átt heiður skilið fyrir að taka þessu eins og maður en ekki að velja leið eins og margir Sjálfstæðismenn hafa valið, þ.e. að loka fyrir athugasemdir og eða henda út þeim athugasemdum sem mönnum líkar ekki við eða eiga erfitt með að svara. Stundum hef ég það á tilfinningunni að sumir Sjálfstæðismenn hendi út athugasemdum af því þeir eru hræddir um að þær skaði flokkinn, frekar en að það sé vegna þess að þeir séu rökþrota. Hjörtur Guðmundsson, Sverrir Stormsker, Gísli Freyr Valdórsson og fleiri hafa bannað mér að setja athugasemdir hjá sér einfaldlega vegna þess að ég spurði um heiðarleika í sambandi við ráðningu Þorsteins Davíðssonar. Þetta finnst mér lélegt. Þú ert maður af meiri fyrir að vera ekki hræddur við að svara fyrir þig eða þína skoðanir.

Valsól (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 17:53

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Valsól:  Hér er allt opið fyrir athugasemdum, hver má hafa sína skoðun, en hálf leiðinlegt er, þegar menn ausa skítkasti og svívirðingum yfir andstæðinginn.  Margir vinstri menn loka líka fyrir athugasemdir, sem þeim líka ekki, t.d. Þór Jóhannsson, sem reyndar er sjálfur sóðapenni.

Maður á að virða andstæðinga sína, jafnvel þó maður fyrirlíti skoðanir þeirra.

Axel Jóhann Axelsson, 25.4.2009 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband