Til vandamála ESB með VG

Hvað ætlar Smáflokkafylkingin að komast lengi upp með það að blekkja sjálfa sig og þjóðina með tali sínu um að innganga í ESB sé einhver björgunarhringur fyrir Ísland í efnahagskreppunni?  Það er skýlaus krafa að ríkisverkstjórinn útskýri hverju það muni breyta fyrir þjóðina, bara að sækja um inngöngu í sambandið, eins og hún heldur fram, án þess að útskýra það nokkurntíma.  Eina skýringin sem hún gefur, er að það muni skapa þjóðinni svo mikið traust erlendis, að krónan muni styrkjast og að þá muni erlent lánsfé aftur fara að streyma inn í landið.

Einnig þyrfti Smáflokkafylkingin að útskýra hvers vegna Írland, Bretland, Austurríki, Ungverjaland, Spánn, Lettland o.sfrv., o.sfrv. eru í miklum fjárhagslegum erfiðleikum, öll í ESB, sum með Evru og önnur með gjaldmiðilinn tengdan Evrunni.

Það er ekki viðhlýtandi skýring, sem Árni Páll Árnason, smáfylkingarmaður, setti fram nýlega, að ESB aðild tryggði ekki að þjóðir kysu fífl í ríkisstjórnir.  Samkvæmt þeirri kenningu Árna Páls, er flestum ESB ríkjunum stjórnað af fíflum, því nánast öll ESB löndin eiga við mikla erfiðleika að stríða um þessar mundir.  Aðildin og Evran hafa ekkert bjargað þeim, enda fyrirfinnst sjálfsagt enginn afburðastjórnmálamaður, eins og Árni Páll, í neinu þessara landa.

Það er ekki þjóðinni samboðið, að áfram skuli haldið að bjóða henni upp á svona innihaldslausan og blekkjandi málflutning.

Það er a.m.k. lágmarkskrafa að Árni Páll og aðrir Smáflokkafylkingarmenn hætti að umgangast þjóðina eins og hún sé samsett af eintómum fíflum.

 


mbl.is Til Evrópu með VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert með þetta allt á hreinu.

Segðu mér þá, hvað ætla hinir flokkarnir, sem flestir hafa viðurkennt að núverandi gjalderyisfyrirkomulag gangi ekki upp, að gera varðandi krónuna?

"Smáflokkafylkingin" (þú ert svo sniðugur í svona orðaleikjum) er þú með framtíðaráform sem ég auglýsi hér með eftir frá hinum!!

Ekki nóg að ælta að gera "eitthvað annað" og hnýta svo í eina flokkinn sem kominn er með lausn til framtíðar í þessum málum. Flokkarnir þurfa að læra að vekja athygli á sér að eigin verðleikum en ekki með því að væla út í hina flokkana.

Sigmar S. (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

væri ekki fljótlegast að telja upp hvaða lönd í heiminum eiga ekki vandræðum núna. bætir það stöðu okkar að aðrir hafi það slæmt líka bara ekki eins slæmt kannski? er ekki best að rífa bara kjaft út í allt og alla sem vilja eittvað annað en gamla reykspólaða farið. ekki má einu sinni skipta um stjórnarskráargatið. eigum við að horfa á heiminn alltaf í gegnum sama nálaraugað?

Ég held að ESB sé bara samband um skynsamlega stjórnun á samskiptum líkra lýðræðisríkja. ekki ríki í sjálfu sér þó einhverjir vilji meina það. kannski mun í framtíðinni koma fram krafa um að esb verði stórríki! kannski verður það lagt niður og aftur verði allir á móti öllum einsog í gamla daga. mér er sama. það er núna sem ég lifi og núna sem ég get haft áhrif og þá þýðir ekki að koma með einhverja fantasíu um framtíðina sem enginn veit hvortsem er neitt um og ekkert okkar munu lifa til að sjá söguna alla.

Gísli Ingvarsson, 21.4.2009 kl. 13:51

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigmar, þú segir t.d: 

"Ekki nóg að ælta að gera "eitthvað annað" og hnýta svo í eina flokkinn sem kominn er með lausn til framtíðar í þessum málum."

Spurningin var hinsvegar sú, hvernig þessi "lausn" myndi leysa vandamál þjóðarinnar núna og í framtíðinni.  Þú svarar því ekki, frekar en félagar þínir í Smáflokkafylkingunni. 

 Gísli, þú spyrð:

"væri ekki fljótlegast að telja upp hvaða lönd í heiminum eiga ekki vandræðum núna. bætir það stöðu okkar að aðrir hafi það slæmt líka bara ekki eins slæmt kannski?"

Enn og aftur skal vísað til spurningarinnar um það hvernig ESB mun bjarga okkur, frekar en þeim löndum sem nú eru í sambandinu.  Það þýðir ekki að fela sig á bak við það að við munum ekki lifa söguna alla.  Smáflokkafylkingin setur inngöngu í ESB fram sem lausn á vandamálum nútímans.

Útskýringar óskast, ekki útúrsnúningar.

Axel Jóhann Axelsson, 21.4.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband