Enn veikjast heimilin

Jóhanna, ríkisverkstjóri, og vinnuflokkur hennar hefur hamrað á því í margar vikur, að helsta stefnumál þeirra sé að vinna að styrkingu krónunnar og létta þannig byrðar þeirra heimila, sem eru að sigla í gjaldþrot vegna myntkörfulána á íbúðum og bílum.

Til þess að þetta gæti náðst fram, var fyrsta verk vinnuflokksins að flæma fyrrverandi bankastjórn seðlabankans frá störfum og ráða þangað norskan förusvein og setja á fót peningastefnunefnd, og átti þessi breyting að stuðla að meiri tiltrú á bankanum og gjaldmiðlinum.  Síðan þessi breyting var gerð hefur gengið fallið stöðugt, eða um nærri 20%.

Tuttugu prósent hækkun á myntkörfuláni á sex vikum, hlýtur að bera vott um algert getuleysi nýrrar stjórnar seðlabankans til þess að ná markmiðum sínum, eða þetta sýnir að virðing seðlabankans og tiltrúin á ríkisverkstjóranum er engin.

Svo virðist sem margt af því fólki sem ríkisverkstjórinn og vinnuflokkurinn er að svíkja, ætli að kjósa þessa flokka til áframhaldandi stjórnarsetu. 

Þangað leitar klárinn, sem hann er kvaldastur.


mbl.is Krónan veiktist um 0,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður náttúrulega að taka með í reikninginn að Jóhanna og seðlabankastjórinn geta ekki talað saman, hún kann ekki ensku og hann ekki íslensku......

Bjarni hinum megin við skrifborðið (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband